Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/36551
Á sama tíma og við lifum í heimi offramboðs eru stöðugt nýjar vörur að koma á markað sem eru fyrstar sinnar tegundar. Markaðurinn er stór og reynist vöruhönnuðum oft ofviða að koma vörunum sínum á framfæri. Hvað er það sem gerist í ferlinu frá því að vara fer á almennan markað og þangað til hún vekur athygli? Og hvað svo? Í þessari ritgerð verður rannsakað hvaða ólíku leiðir vöruhönnuðir fara þegar kemur að verðlagningu, markaðssetningu og verðmætasköpun sem verður til þess að eftirspurn vörunnar eykst. Tekin voru viðtöl við valda íslenska hönnuði samtímans þar sem þeir segja sögu sína og hver leið þeirra á hinn íslenska markað varð. Allir eiga þeir það sameiginlegt að vera með vöru á markaði í dag sem hefur náð ágætis árangri. Ferðalagið á markaðinn var mislangt og í ljós kom að ýmsar hindranir urðu á vegi þeirra við að koma vöru sinni á innlendan- sem og erlendan markað. Einnig voru margir hlutir sem höfðu áhrif á velgengni sem gott er að hafa á bakvið eyrað við þróun á vöru. Ekki var einhver ein rétt leið við verðlagningu á vöru heldur spila margir þættir inn í sem ákvarða söluverðið. Það er merkilegt að sjá hversu langt er hægt að taka hverja og eina hugmynd og þróa áfram.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
BA_Ritgerð_vöruhönnun_Lena_Rós_velgengni_vörumerkja.pdf | 1.3 MB | Open | Complete Text | View/Open |