is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36560

Titill: 
  • Líffræðileg áhrif ljósvistar í arkitektúr : með manneskjuna í fyrirrúmi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Sólarljósið og raflýsing gegna veigamiklu hlutverki í arkitektúr og hafa rannsóknir síðustu ára sýnt og sannað að áhrif þeirra eru mun margþættari en gert var ráð fyrir. Ljós hefur bein áhrif á líkamsstarfsemi manna og með sérstökum aðferðum við hönnun lýsingar má láta hana hafa jákvæð áhrif á heilsu þeirra og líðan. Í þessari ritgerð er stuðst við hugtakið ljósvist til að fjalla samtímis um dagsbirtu og raflýsingu en hún hefur þróast og breyst mikið síðustu ár. Þessar framfarir á sviði raflýsingar og við hönnun hennar hafa orðið til þess að auðveldara er að framkalla lýsingu sem miðast við þarfir mannsins, eykur vellíðan hans og bætir heilsu. Fjallað er um helstu þætti raflýsingar og m.a. vikið að hugtökum á borð við litarhitastig og litendurgjöf. Þessir þættir hafa átt mikinn þátt í að bæta gæði raflýsingar en þar með hafa líkur á jákvæðum áhrifum hennar aukist. Með persónumiðaðri lýsingu er auðveldara að hafa jákvæð áhrif á sjónrænar, tilfinningalegar og líffræðilegar þarfir manna. Líkamsklukka er líffræðilegt kerfi sem heldur utan um alla líkamsstarfsemina. Fjöldi umhverfisþátta hefur áhrif á þetta kerfi en þar er ljósvistin veigamest. Ef kerfið raskast hefur það mikil áhrif á lífsmynstur fólks og má þar nefna svefn sem dæmi. Rannsókn sú, sem liggur til grundvallar þessari ritgerð, hefur falist í öflugri heimildavinnu sem og viðtölum við bæði arkitekta og lýsingarhönnuði. Svör þeirra leiða að sömu niðurstöðu; að arkitektar og lýsingarhönnuðir verði að eiga gott samtal á frumstigi lýsingarhönnunar. Arkitektinn er verkefnastjórinn og ber hann ábyrgð á að vönduð og góð ljósvist sé skilgreind í byggingum. Með hjálp lýsingarhönnuðar tekur síðan við hinn tæknilegi hluti sem lýtur að því að finna búnað er getur kallað fram þá lýsingu sem arkitektinn sækist eftir. Þannig verða til áhugaverðari rými fyrir tilstuðlan góðrar ljósvistar og um leið er maðurinn settur í fyrsta sæti.

Samþykkt: 
  • 25.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36560


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Líffræðileg áhrif ljósvistar í arkitektúr.pdf545.91 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna