Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/36561
Í Þórkötlustaðahverfi á Hópsnesi í útjaðri Grindavíkur má finna nær aldagamalt eyðibýli, byggt af fátækum smið, sem bjó þar ásamt konu sinni og barni. Nú gegnir eyðibýlið hlutverki frumkvöðlaseturs fyrir sjálfbærar lausnir í byggingariðnaði. Eyðibýlið stendur við grunnt stöðuvatn. Landslagið er þakið hrauni og mosa og er landhalli þó nokkur. Nýtt, létt timbur- og glervirki umlykur eyðibýlið, tekur það undir verndarvæng sinn og upphefur um leið. Timbrið er rússalerki sem finnst í Selskógi, eina staka skóglendi Reykjaness. Innra skipulag byggingarinnar miðast út frá því að útveggir eyðibýlisins séu hluti af sem flestum rýmum viðbyggingarinnar.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Hönnunargreining.pdf | 29,12 MB | Open | Report | View/Open |