is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36564

Titill: 
 • „Slæm“ hönnun sem virkar vel : hvernig umbúðir hafa áhrif á kauphegðun
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Umbúðir og útlit vörumerkja spilar stóran þátt í því hvernig neytandi ákveður hvaða vöru hann kaupir. Í þessari ritgerð verður kannað hvernig slæm hönnun, hvort sem hún er af ásettu ráði eða óviljandi, hefur áhrif á viðhorf neytandans til vörunnar. Fjallað er um hugtökin huglæg og hlutlæg í þessu samhengi og þau tekin til umfjöllunar, þau skilgreind og notuð til að greina á milli þess hvað hefur áhrif á val neytenda.
  Lítillega eru skoðuð hugtökin minimalismi og maximalismi í tengingu við efnið.
  Sérstaklega er fjallað um umbúðahönnun á vörumerki Brennivíns hjá Áfengis og tóbaks verslun ríkisins (ÁTVR) og tekið viðtal við vörumerkjastjóra Brennivíns. Þar var lagt upp með að hafa vörumerkið óaðlaðandi til að draga úr áhuga á vörunni og koma í veg fyrir ofneyslu. Vörumerki Bónus er tekið sem dæmi þar sem verslunin og þar af leiðandi vörumerkið, hefur sterka og heiðarlega ímynd þrátt fyrir að vörumerkið hafi þó nokkra hlutlæga hönnunargalla. Rætt var við markaðsstjóra fyrirtækisins.
  Að lokum er skoðað hvernig ímynd fyrirtækis er komið til neytandans.
  Dæmunum er ætlað að gera lesanda meðvitaðan um hvernig fyrirtæki koma til skila ímynd fyrirtækisins í gegnum umbúðir og útlit og skilaboðunum sem þau vilja koma til skila.
  Helstu niðurstöður benda til að hönnun umbúða og vörumerkja hefur mikið vægi þegar kemur að sölu á vöru enda dæma neytendur vöruna út frá umbúðunum sem hún er í. Sú niðurstaða fékkst með því að skoða hönnun á ákveðum vörum og vinsældum þeirra. Þá benda dæmi sem tekin eru fyrir í ritgerðinni til þess að í ákveðnum tilvikum höfðar „slæm“ hönnun vel til neytenda, jafnvel betur en ef hönnunin væri „góð“. Þó að hönnun sé ljót, þá er hún ekki endilega „slæm“ ef hún hefur rétt áhrif. Hönnunin er þannig skilvirk í að sinna sínum tilgangi vel og er þannig í raun „góð“ hönnun.

Samþykkt: 
 • 25.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36564


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Margret Osk - loka.pdf2.72 MBLokaðurHeildartextiPDF