is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36570

Titill: 
  • Sálumessa og gregorssöngur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Gregorssöngur hefur alla tíð skipað háan sess í kristinni kirkju. Söngurinn hjálpar fólki til að finna til samkenndar í bænum sínum til Drottins, einnig berst mælt mál betur í söng. Samband tónlistar við kristna kirkju hefur alltaf verið mikilvægt og kirkjunnar hafa ætíð haft tónlistarmenn í sinni þjónustu. Einn þeirra var franskt tónskáld og organisti sem hét Maurice Duruflé. Hann heillaðist af fegurð gregorssöngsins, sem hann fékk beint í æð allt frá unga aldri, þegar hann stundaði nám við kórskólann í Rouen í Frakklandi. Duruflé gaf aðeins út 14 verk og eru 7 þeirra byggð á gregorssöng. Hans stærsta verk er Sálumessa op.9 og er hún eitt þeirra verka sem byggir á gregorssöng. Í þessari ritgerð var skoðað hvernig hann birtist í fyrrnefndri sálumessu og hvers vegna gregorssöngurinn var Duruflé svo hugleikinn. Við rannsóknina var notast við útgáfu fyrir orgel og kór, skrifaða af Duruflé sjálfum, sem og gregorssönginn eins og hann kemur fyrir í Liber usualis til samanburðar. Hver kafli var skoðaður fyrir sig og gregorssöngsins leitað svo og annara hluta, laglína og annars sem gæti mögulega bent til meiri notkunar á söngnum. Einnig var leitað eftir mögulegum túlkunum á textanum í meðleiknum eða kórhlutanum. Áður en farið var í rannsóknina hafði ég ákveðna hugmynd um hvernig gregorssöngurinn myndi birtast. Við lok rannsóknarinnar kom í ljós að áhrif gregorssöngsins eru alls ráðandi. Þau eru ekki aðeins að finna í söngforminu heldur í mótlínur, hrynur, texti og innihald hans, jafnt í kór sem og meðleik.

Samþykkt: 
  • 25.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36570


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Duruflé - Requiem Heild.pdf66.53 MBLokaður til...01.08.2056ViðaukiPDF
Matthías - sálumessa og gregorssöngur - Lokaritgerð.pdf720.38 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Greining tengd ritgerðinni. Lokuð vegna höfundarréttar