en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Iceland University of the Arts > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/36571

Title: 
  • Title is in Icelandic Áhrif íslenskra þjóðlaga á sönglög Jórunnar Viðar
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Jórunn Viðar (1918–2017) var tónskáld sem hefur verið fyrirferðarmikið í íslensku tónlistarlífi. Íslenskur blær einkennir tónlist hennar, sem hefur vakið áhuga áheyrenda og leyft þeim að upplifa þjóðlagaarf Íslendinga í nýju ljósi. Í þessari ritgerð er tenging þjóðlaga við tónsmíðar Jórunnar Viðar rannsökuð. Farið er yfir æviferil Jórunnar til að finna mögulega listræna áhrifavalda, erlenda sem íslenska. Einnig er fjallað um einkenni íslenskrar þjóðlagahefðar og orð Jórunnar sjálfrar um verk sín, til að komast að því hvaðan hún sækir innblástur sinn. Helstu heimildir sem leitað var í eru bækur og greinar um íslensk þjóðlög og rímur, og viðtöl við Jórunni. Fjögur lög eru síðan valin og greind; tvær útsetningar og tvö lög sem Jórunn hefur samið. Markmið greiningarinnar var að athuga hvort hægt væri að skilgreina „íslenskt tónmál“ Jórunnar, og nota þær upplýsingar sem var aflað til að skoða tengingar við íslenskan þjóðlagaarf. Lögin sýna hvernig hún lipurlega notar þjóðlegan innblástur og mótar tónmál sitt í þjóðlagastíl, með vinnubrögðum sem hún tileinkað sér í gegnum klassíska menntun sína. Frumsamin tónverk Jórunnar sem hér voru greind eiga margt sameiginlegt með útsetningum hennar og sem dæmi má í hvorum tveggja finna fimmundasöng í píanóinu, hrynmynstur, stækkaða tóna og flúr í tóntegundum sem eru óskyldar klassískri hljómfræði. Allt eru þetta einkenni sem finnast í þjóðlagaarfi Íslendinga og sem lita tónmál Jórunnar Viðar.

Description: 
  • Description is in Icelandic Kærar þakkir til Ingibjargar Eyþórsdóttur og Svanhvítar Lilju Ingólfsdóttur.
Accepted: 
  • Jun 25, 2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36571


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lokaritgerð Mattiasar.pdf427.37 kBOpenComplete TextPDFView/Open