is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36575

Titill: 
  • Bleiki þríhyrningurinn : táknmynd jafnréttisbaráttu hinsegin fólks
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Bleiki þríhyrningurinn er eitt af mikilvægustu táknum jafnréttisbaráttu hinsegin fólks en upphaflega var það ekki svo og verður saga þessa tákns rakin í þessari ritgerð. Saga táknsins á upphaf sitt í seinni heimsstyrjöldinni þar sem það var notað til að auðkenna homma í fangabúðum nasista og þá jafnvel nýtt sem átylla til að taka þá af lífi, en í hugmyndafræði nasista voru hommar hópur sem álitinn var óþarfur og óæskilegur. Í ritgerðinni verður stuttlega farið yfir það merkingarkerfi sem notað var í fanga- og útrýmingarbúðum nasista til að skilgreina þá hópa fólks sem þar voru vistaðir. Sagt verður frá því hvernig hinsegin samfélagið síðar tók valdið í sínar hendur upp úr 1970 og snéri merkingu bleika þríhyrningsins við, frá neikvæðu og yfir í jákvætt. Notast verður við kenningar og hugtök þekktra táknfræðinga úr táknheiminum til þess að skýra hvað átt er við með orðinu merki og til að útskýra hvernig það ferli fer fram sem leiðir til breytingar á merkingu merkis í hugum samfélaga. Tekin verða þá fyrir nokkur dæmi úr sögunni á síðastliðnum fjórum áratugum sem sýna fram á að hægt sé að breyta neikvæðri merkingu tákns í jákvæða. Í nútíma samfélagi gegnir hinn bleiki þríhyrningur því hlutverki að vera táknmynd fyrir baráttu hinsegin fólks.

Samþykkt: 
  • 25.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36575


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Oddný Svava_BA,ritgerð_Loka.pdf852.44 kBLokaðurHeildartextiPDF