Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36579
Í þessari ritgerð fjalla ég um mikilvægi þess að nota leik og list sem leið til þess að takast á við erfiðleika í lífi okkar. Ég skilgreini hugtök eins og innri og ytri heim og þriðja rýmið. Innri heim sem hugmyndir um okkur sjálf og hvernig okkur líður. Ytri heim sem eru aðrir og samskipti við þá. Þriðja rýmið liggur á milli innri og ytri heims. Ég hef meðal annars notað það rými sem leið til þess að skapa list. Ég skoðaði skrif fræðimanna eins og til dæmis Donald Winnicott um aðlögunarhlut og aðlögunarrými (e. transitional object), Sigmund Fraud um hið óþægilega kunnuglega (e. uncanny) og Mikhail Bakhtin um kenningar hans um karnivalið. Ég hef einnig skoðað skrif um kvikmyndagerðamanninn Jan Švankmajer og hvernig leikur og listsköpun er notað sem meðferðaleið fyrir börn. Ég skoða hvernig brúður, grímur og búningar hafa verið notaðir í fortíðinni í bæði leik, trú og lækningu. Einnig fjalla ég um aftengingu frá sjálfinu sem kemur fram á einhvern hátt í flestum af þessum hugmyndum. Ég set þessar kenningar í samhengi við mína listsköpun og hvernig ég nota list til þess að skilja sjálfa mig og auðga líf mitt.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
RAKEL_BA_RITGERD+VERK_2020.pdf | 2.48 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |