is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36580

Titill: 
  • Mjúkar línur : birtingamynd femínisma í íslenskri hönnun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fjallað verður um fræðilegan femínisma og hvaða hlutverki hann gegnir í íslenskri hönnun í dag. Það verður gert grein fyrir femínískri bylgju nútímans og hvernig hún er skilgreind frá fyrri bylgjum. Í þessari ritgerð verða skoðuð tengsl femínisma við hönnun á Íslandi. Hönnun og list á mismunandi vettvangi verður skoðuð og skilgreind út frá femínískri hugmyndafræði. Það verður litið til hverskonar vörur verða eftirsóttari en aðrar þegar vinsældir femínismans aukast. Sem dæmi má nefna vörur sem bera með sér ákveðin boðskap. Þar sem að núverandi bylgja hefur áhrif á tísku kvenna, sem er að breytast úr yfirborðskenndum vörum tengdar útliti. Það verður litið til áhrifa femínisma á eftirspurn á vörum, í því sjónarmiði verður litið til Druslugöngunnar og Fokk Ofbeldi herferðarinnar. Það verður athugað hvernig aukin þátttaka á samfélagsmiðlum hefur áhrif á alla ganga lífsins, þar á meðal femínismann á einhvern hátt. Heimurinn hefur minnkað töluvert með tilkomu samfélagsmiðla þar sem meðvitund um stöðu kvenna hefur aukist og samstaðan orðin mun sterkari en hún hefur verið. Í ritgerðinni verður styðst við upplifanir og viðhorf þriggja kvenna, þeirra Kristínu Gunnlaugsdóttur listakonu, Rebekku Pétursdóttur arkitekt og Sigríði Birnu Matthíasdóttur stafrænan hönnuð til þess að skilja betur hvernig femínismi getur birst í íslenskri hönnun. Könnuð verður þeirra staða sem starfandi hönnuðir og listakonur á Íslandi.

Samþykkt: 
  • 25.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36580


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mjúkar Línur.pdf2.14 MBLokaðurHeildartextiPDF