is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36584

Titill: 
  • Íslensk tónlistarútgáfa í dag : áskoranir með breyttum tímum streymisveitunnar.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilkoma streymisveitna hefur gjörbylt tónlistargeiranum. Breytingarnar hafa haft víðtæk áhrif á bæði tónlistarmenn og -unnendur. Ritgerð þessi fjallar um tilhögun íslenskrar tónlistarútgáfu á Íslandi í dag. Skoðuð var elsta starfandi tónlistarútgáfan og upplýsinga aflað um hvernig gefa má út tónlist í gegnum streymisveitur án samnings við íslenska tónlistarútgáfu. Litið var yfir farinn veg og kannað hvenær og hvernig fyrstu íslensku hljómplötunar voru teknar upp og hvernig breyttir tímar streymisveitunar hafa haft áhrif á tónlistarfólk og -unnendur. Tekin voru viðtöl við tónlistarfólkið Heiðrík á Heygum og Hönnu Miu Mill þar sem þau lýstu því hvaða leiðir þau hafa farið við útgáfu á verkum sínum. Enn fremur voru athugaðar hvaða aðrar aðferðir tónlistafólk hefur beitt til að koma tónlist sinni á framfæri. Skoðaðar voru nýjustu tölur á heildarverðmæti vegna sölu á hljóðritaðri tónlist árið 2018 samkvæmt markaðsskýrslu Félags hljómplötuframleiðanda með það að markmiði að athuga hvort verðmætaaukning hafi átt sér stað. Rýnt var í ýmsa kosti og galla streymisveitunnar Spotify og hvernig mælingar á vinsældum tónlistarfólks hafa þróast. Tekin voru viðtöl við Harald Leví Gunnarsson eiganda Record Records og Söndru Barilli verkefnastýru hjá Öldu Music. Þau fjölluðu meðal annars um hvaða tími árs er vinsælastur í útgáfu, hversu margt tónlistarlistafólk Record Records og Alda Music gefa út á ári og hvort tónlistarfólk sé meira í því að gefa út heilar plötur eða stök lög. Í lok ritgerðarinnar er farið yfir könnun sem höfundur lagði fyrir almenning í nóvember-desember og bar heitið „Hvernig hlustar þú á tónlist í dag?“ þar sem 671 svar barst inn. Helstu niðurstöður gefa til kynna að aðgengi að tónlist er orðið mun auðveldara með tilkomu steymisveitna og ólöglegt niðurhal hafi minnkað í kjölfarið. Tekjulind tónlistarfólks hefur breyst og ræðst nú meira af tónleikarhaldi og miðasölu í stað plötusölu þar sem hlustun fer aðallega fram á steymisveitum. Útvarpsstöðvar geta haft þó nokkur áhrif á tekjur tónlistarfólks þar sem spilunarlistar auka hlustun almennings og þar með geta tekjur hækkað. Tónlistarfólk er að aðlagast umfangsmiklum breytingum í tónlistarútgáfu og neyslumynstri almennings og þó samdráttur hafi orðið á sumum sviðum, s.s. geisladiskasölu, er orðið mun auðveldara að koma tónlistinni út í heim á einum degi með tilkomu streymisveita á borð við Spotify.

Samþykkt: 
  • 25.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36584


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Íslensk tónlistarútgáfa_Rósa_haust2019.pdf1.66 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna