is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36593

Titill: 
  • „Er Guð kannski arkitekt?"
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Margir hafa að öllum líkindum velt því fyrir sér af hverju kirkjubyggingin hefur svo sterk áhrif á okkur og hvað sé að valda þeim. Fyrstu kirkjur voru í raun ekkert nema samkomustaður fyrir kristna menn þar sem hægt var að tilbiðja Guð í návist náungans. Með vaxandi útbreiðslu kristinnar trúar urðu kirkjur stærri og glæsilegri. Í þessari ritgerð verður farið yfir sögu kirkjunnar og þróun og hvernig byggingin hóf að endurspegla orð Guðs með ólíkum aðferðum og hefðum. Horft er til þeirra áhrifa sem fólk verður fyrir þegar gengið er til kirkju og hvort þau séu af trúarlegum forsendum eða ekki. Megináhersla er lögð á það hvernig arkitektúr getur stjórnað upplifun einstaklings, án hans vitundar, og hvernig slíkri aðferð er beitt í kirkju. Í lokinn koma fram hugmyndir um hvernig framtíðarkirkju gæti verið háttað í takt við samtímann. Stuðst verður við fræðilegar heimildir um kirkjur og heimspeki en einnig óformleg viðtöl og eigin reynslu enda byggist ritgerðin mikið á hugmyndum og vangaveltum frekar en staðreyndum. Niðurstöður leiða í ljós að kirkjan hefur ákveðna frásögn að færa og mikilvægt er að byggingin endurspegli og setji hana fram í sterkustu mynd. Arkitektúr og kristin trú haldast í hendur og í sameiningu gera kirkjuna að þeim heilaga stað sem hún er í dag. Aldrei fær arkitekt fullt frelsi í hönnun en að sama skapi getur trúin ekki án hans verið.

Samþykkt: 
  • 25.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36593


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Er Guð kannski arkitekt? BA-Ritgerð 2019.pdf473.43 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna