is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36598

Titill: 
  • Að leyfa einhverju að hverfa : stafrænt sorp í íslenskri náttúru
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Við geymum orðið ógrynni af gögnum á netinu, þar að auki er stöðug söfnun í gangi á öllum rafrænum upplýsingum um okkur, kreditkortafærslum, staðsetningum, athugasemdum og myndum. Upplýsingar og gögn sem eru mismikilvæg. Í þessari ritgerð verður notast við kenningu mannfræðingsins Mary Douglas um rusl sem hlut á röngum stað í tilraun til að gera grein fyrir stafrænu sorpi. Skoðað verður hvernig stafrænt sorp, sem hýst er í gagnaverum, hefur bein áhrif á náttúruna, ýmist í formi gróðurhúsalofttegunda eða í gerð virkjana. Gagnaver eru sífellt að leita á norðlægari slóðir, í leit að kulda og grænni orku. Gagnaver hafa verið að rísa hvert á fætur öðru hérlendis síðustu ár og er hlutverk margra þeirra að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. Landsnet telur líkur á orkuskorti hérlendis eftir þrjú ár vegna þessa. Nú þegar er orkunotkun gagnavera hérlendis orðin jöfn orkunotkun allra heimila landsins. Skoðað verður gildi náttúrunnar í samanburði við hinn stafræna heim og hvort að heimildin, og varðveisla hennar, sé að verða mikilvægari raunveruleikanum. Stuðst verður við skrif íslenskra rithöfunda og fræðimanna á sviði heimspeki og sagnfræði í því skyni að kanna viðhorf mannsins til náttúrunnar. Þegar allt kemur til alls áttum við okkur á því að orka er uppistaða alls sem er, að baki hvers hlutar liggur ferli, að allt sem við gerum krefst ágangs á náttúrunnar. Milligönguaðilinn milli okkar og vörunnar, hvort sem hún er haldbær hlutur eða stafrænt efni, er raunveruleg haldbær náttúra.

Samþykkt: 
  • 25.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36598


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ad-leyfa-einhverju-ad-hverfa_s.pdf472.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna