Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36599
Við höfum skapað okkur hliðstæðan heim á stafrænu formi. Heim sem safnar endalausum gögnum um okkur. Við söfnum líka gögnum sjálf. Við höfum safnað fleiri gögnum um mannkynið síðustu þrjú ár en síðustu 5000 ár. Við sjáum þessi gögn fyrir okkur í skýi. Skýi sem er ekki til. Þessi gögn búa í gagnaverum um allan heim. Knúin áfram af haldbærri náttúru og blásandi út gróðurhúsalofttegundum. Þar er geymt allt ruslið og kuskið, þetta sem þú myndir vanalega þurrka af hillunum heima hjá þér, flokka í viðeigandi tunnur. Notaðir tónleikamiðar, gamlir tölvupóstar, myndir af meltum mat og liðnum sólsetrum. Öll þessi gögn krefjast orku til þess eins að vera til.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
honnunargreining_silviasifolafsdottir.pdf | 2.02 MB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna |