is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36602

Titill: 
  • Skjámenning og umhverfi barna : upplifanir í rýmum sviðsetninga og virkni þeirra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er rýnt í þau áhrif sem mikil skjánotkun kann að hafa á börn, bæði líkam-lega og andlega. Nýlegar rannsóknir og fréttir eru tíndar til í því skyni. Skjárinn sem rými er þá einnig skoðaður út frá kenningum úr sviðsetningarfræðum og svo sviðsetningum á borð við leiki. Leitast er við að greina hvar vandinn liggur, að minnsta kosti að einhverju leyti, út frá sviðsetningarfræðum, og út frá því er skoðað hvort og hvernig hægt sé að bjóða börnum upp á fleiri upplifanir, í annarskonar sviðsetningum og fjölbreyttari rýmum, en algengt er í dag þegar skjárinn er jafn mikið notaður og raun ber vitni og rannsóknir virðast benda til. Rannsókn ritgerðarinnar er einskonar grunnur sem höfundur hyggst síðan byggja ofan á með sínum verkefnum og hönnun, sem byggist þá á kenningum úr sviðsetningarfræðum, og notkun á rými og margvíslegum upplifunum, svo eitthvað sé nefnt. Hér eru þá meðal annars litið til hugmynda ævintýrameðferðar (e. adventure therapy) og virðingarfulls uppeldis (e. respectful parenting) til að tefla fram dæmum um aðferðir sem gætu veitt börnum fjöl-breyttari reynslu og upplifanir, til móts við skjánotkun.

Samþykkt: 
  • 25.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36602


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Skjámenning.pdf393.47 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna