Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36604
Í þessari ritgerð mun ég fjalla um tilfinningar í vinnuferli og hvernig ég sækist eftir því að vinna úr þeim samhliða listsköpun. Ég fjalla um þetta út frá þremur lykilorðum sem ég vinn út frá en það eru orðin fyndið, sorglegt og töff. Ég skoða hlutverk efnis og efniskenndar í ferli mínu og hvernig það hefur áhrif á samband mitt við þessi orð. Ég kanna möguleika annarra vídda og heima bæði í tilfinningum og í hlutnum sem ég vinn með. Ég kanna samband mitt við tímann og hversdagsleikann og skoða þessa tvo þætti grannt í samanburði við eigið listferli. Ég styð mig við fræði Timothy Morton, Martin Heidegger og Friedrich Nietzsche í samhengi við eigið listferli og viðhorf. Ég nýti mér kenningar Mortons um hlutmiðaða verufræði (e. Object-oriented ontology) í samhengi við efni og listaverk en einnig aftenginu í hversdagslegu lífi. Ég snerti á hugmyndum Heidegger um Tilveru (e. Being) í samhengi við hversdaginn og mikilvægi hans í listrænu ferli. Með hjálp úr bókinni Ways of Seeing eftir John Berger kanna ég afstöðu mína gagnvart nútíma tækni og hversdagslegri notkun hennar í listrænu samhengi. Ég fjalla um hvernig nútíma tækni hefur áhrif á framvindu tilfinninga og hugmynda og hvernig maður meltir upplýsingaflæði 21. aldarinnar og möguleikana á að koma meltingunni út frá sér á uppbyggilegan og skapandi hátt.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA-RITGERÐ-OG-VERK-SÓLBJÖRT-VERA.pdf | 15.96 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |