en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Iceland University of the Arts > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/36607

Title: 
 • Title is in Icelandic Endurvakning fegurðar : fegurð í meðför Sagmeister og Walsh
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Í aldanna rás hefur fegurðarhugtakið valdið heimspekingum og öðrum fræðimönnum miklum heilabrotum. Flestir telja sig vita hvað fegurð er en þegar kemur að því að útskýra hugtakið vandlega festast þeir gjarnan í þeirri spurningunni um hvort fegurð sé fólgin í auga sjáandans eða í viðfanginu sjálfu. Í þessari ritgerð verður fjallað um fegurð út frá rannsókn og skoðunum hönnunarteymsins Stefan Sagmeisters og Jessicu Walsh um hugtakið sjálft. Skoðanir þeirra verða síðan settar í samhengi við heimspekilega rannsókn Sigríðar Þorgeirsdóttur og Guðbjargar Jóhannesdóttur á fegurðarhugtakinu.
  Hönnuðurnir Stefan Sagmeister og Jessica Walsh eru þeirrar skoðunar að fegurðin sé hlutlæg og geti því ekki verið einstaklingsbundin. Þetta sýna þau fram á í margmiðlunar sýningu sinni Beauty. Þar voru til sýnis fjölmörg dæmi úr heimi hönnunar sem þau telja að búi yfir einlægri fegurð. Ásamt sýningunni var gefin út bók sem segir frá ítarlegri rannsókn þeirra á fegurðarhugtakinu. Þar kemur fram að fegurð hafi horfið af sjónarsviði listgreina og hönnunar með tilkomu módernismans á tuttugustu öldinni. Telja þau Sagmeister og Walsh að þetta hafi haft í för með sér afar neikvæð áhrif á samtímann okkar í dag.
  Heimspekingarnir þær Guðbjörg Jóhannesdóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir eru að mörgu leyti sammála Sagmeister og Walsh en rannsaka aftur á móti fegurðarupplifunina sem tengslahugtak í fyrirbærafræðilegum og feminískum skilningi. Þær kafa dýpra í mikilvægi fegurðar og skoða mun ítarlegra uppruna þess er fegurð varð lítillækkuð á sviði heimspekinga.
  Í eigin niðurstöðu varð mér ljóst að endurskilgreina þurfi fegurðarhugtakið svo að lögð verði meiri áhersla á fegurðarupplifunina sjálfa ásamt þeirri gífurlegri fjölbreytni sem í henni býr.

Accepted: 
 • Jun 25, 2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36607


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Endurvakning fegurðar.pdf921.65 kBOpenComplete TextPDFView/Open