is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36609

Titill: 
  • Persónulegar frásagnir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð fjalla ég um persónulegar frásagnir, hvað þær þýða fyrir mér, hvernig ég vinn úr þeim og hvernig ég vil koma þeim frá mér. Ég tek minningar fyrir og skoða þær í tengslum við Marcel Proust, Joe Brainard og Georges Perec og styðst ennfremur við skrif Roger Shattuck og Gaston Bachelard um ósjálfráðar minningar. Ég greini frá sýningunni minni Smásögur Sör Vals, en í henni vildi ég meðal annars stýra fólki í gegnum sýninguna líkt og í einskonar völundarhúsi. Ég tek því verk Elínar Hansdóttur, PATH, fyrir sem dæmi en í því fikra áhorfendur sig áfram í gegnum völundarhús myrkra ganga. Einnig velti ég fyrir mér hvernig hægt sé að búa til aðstæður fyrir samtal milli verks og áhorfanda og í því samhengi kanna ég innileika lítilla verka og hugmyndir Ilya Kabakov um altækar innsetningar. Ég skoða hversdagsleikann sem viðfangsefni út frá sjónarmiðum Jean Dubuffet og kanna hvað það var við „art brut” sem heillaði hann. Í tengslum við það fjalla ég um Stefán frá Mörðudal sem sagði sögur með myndum sínum. Einnig velti ég því fyrir mér hvernig má skapa spennu milli myndar og áhorfanda. Að lokum kanna ég titla og texta og skoða hvernig Kristinn G. Harðarson og Hulda Hákon nýta sér þá til að undirstrika eða bæta við frásögn verka.

Samþykkt: 
  • 25.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36609


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
personulegar-frasagnir-oglokaverk-solvi.pdf4.26 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna