is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaskýrslur - NAIP / Final reports - NAIP (M.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36612

Titill: 
 • Vandamálaráðuneytið - Hlaðvarpsleikrit
 • Titill er á ensku The Ministry of Problems - Theatrical Podcast
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í nútímasamfélagi þar sem snjallsíminn er aldrei langt undan hefur hlaðvarpsformið
  blómstrað og fólki er lítið til fyrirstöðu að taka upp spjallþætti heima í stofu. Ég ákvað því
  að framleiða mitt eigið leikna hlaðvarp sem gerist í hliðarveruleika þar sem allt getur gerst.
  Vandamálaráðuneytið er innblásið af útvarpsleikritum í anda Með öðrum morðum en
  inniheldur einnig tónlist skapaða af leikhópnum fyrir hvern þátt og er skrifað með
  slembiaðferð sem setur svip á útkomuna. Nýir gestir komu með ný vandamál í ráðuneytið í
  hverjum þætti svo að leikhópurinn var í stöðugri þróun og tónlistin varð fjölbreytt. Ég lýsi
  aðdragandanum að því hvernig ég valdi að vinna með hlaðvarpsformið og farið er yfir
  muninn á hlaðvarpi og útvarpi. Einnig er ferlinu lýst við að vinna hvern þátt á skömmum
  tíma en ég valdi að vinna með knappan tímaramma og ákvað að leyfa þáttunum að halda
  yfirbragði spunavinnu og vissum hráleika sem einkenndi sköpun hópsins. Vinnuskjölin
  fylgja óbreytt í viðauka.

 • Útdráttur er á ensku

  In modern society where smartphones are rarely more than arm’s length away podcasting
  has become extremely popular so it’s easy for most people to record their own talk shows in
  their living rooms. I therefore decided to produce my own audio drama podcast which takes
  place in an alternate reality where anything can happen. The Ministry of Problems is inspired
  by comedy audio dramas, but it also has music made by the cast of each episode and the
  script is written with chance method that gives it a little something extra. New guests brought
  new problems to the ministry in every episode, so the group was constantly evolving, and
  the music became diverse. I go over the precursor for how I chose to work with podcasting
  and the difference between podcasts and radio is considered. The process of making the
  episodes in a short amount of time is explained but I decided to work within a short
  timeframe, so the episodes are reminiscent of improv and have a rough quality brought on
  through creating together in a group. The unedited scripts can be seen in appendices.

Samþykkt: 
 • 25.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36612


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vandamálaráðuneytið.pdf2.31 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna