is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36615

Titill: 
  • Ilmurinn fyllir vitin : lykt sem hráefni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Við erum skynugar verur. Við sjáum, heyrum, snertum, þefum og brögðum. Samt sem áður búum við í heimi sem gengur að mestu leyti út á tvö skilningarvit, að sjá og að heyra. Við höfum lagt sífellt meiri áherslu á þau tvö skilningarvit á síðustu öldum og höfum kannski gleymt því hversu fjölbreyttur heimurinn okkar er og hversu mikilvæg hin skynfærin eru í upplifun okkar af honum. Að finna lykt á förnum vegi getur haft ólík áhrif á okkur, lyktin getur vakið upp góða eða slæma minningu eða jafnvel bara tilfinningu sem við áttum okkur ekki endilega á hvaðan kemur. Við skrif þessarar ritgerðar er stuðst við rannsóknir og skrif sem tengjast lyktarskyninu og list og hönnun skoðuð þar sem lykt er ríkjandi þáttur. Rannsóknir hafa sýnt að minningar varðveitast í nefinu, ef svo mætti segja og ilmir geta haft áhrif á okkar líðan. Þótt að við vitum af áhrifum lyktar á vitund okkar hefur hún verið lítið notuð í hönnun hingað til, samanborið við sjónrænt efni. Hún er þó tilvalið hráefni í frásagnir eða upplifunarhönnun, eins og við skoðum í þessari ritgerð. Lykt hefur verið notuð til þess að segja sögur, til að auka upplifun fólks. Með lyktinni er auðveldara að ímynda sér aðstæður og skynja söguna á nýjan hátt. Angan getur verið notuð til vellíðunar og yndisauka, en það er eitthvað sem flestir hafa fengið smjörþefinn af, t.a.m. með notkun ilmolía og reykelsa. Með aukinni vitund og áherslu á lyktarskynið getum við gert tilveruna fjölbreyttari og áhugaverðari.

Samþykkt: 
  • 25.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36615


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ilmurinn fyllir vitin.pdf1.47 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna