is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Meistaraverkefni í lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3662

Titill: 
  • Sérstakar rannsóknaraðferðir lögreglu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Mælt er fyrir um heimild til handa dómsmálaráðherra til að setja reglur um sérstakar rannsóknaraðferðir lögreglu að tillögu ríkissaksóknara, sbr. 89. gr. laga um meðferð sakamála. Lögmætisreglan og reglan um að leiða skuli hið sanna í ljós setja sérstökum rannsóknaraðferðum viss takmörk og er skörun þessara reglna umtalsverð. Sérstakar rannsóknaraðferðir eru þess eðlis að mikil leynd hvílir yfir þeim og geta þær brotið gegn réttlátri málsmeðferð og friðhelgi einkalífs sem njóta verndar stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu. Takmarkanir á þessum réttindum eru skýrðar þröngt og rík áhersla er lögð á að reglur sem geta brotið í bága við þessi réttindi séu aðgengilegar, skýrar og fyrirsjáanlegar. Einnig er mikilvægt við mat á því hvort brotið hafi verið gegn þessum ákvæðum hvort lögregla hafi með aðgerðum sínum, þ.e. hvatningu eða þvingunum, gengið of langt í að afla sönnunargagna.
    Strangar kröfur eru gerðar til skýrleika laga þegar um ræðir lagaákvæði sem takmarka mannréttindi. Þrengt hefur verið að svigrúmi löggjafans til að framselja vald sitt og hefur krafan um skýrleika lagaheimildar mikið gildi þegar um matskenndar stjórnvaldsákvarðanir eru annars vegar. Fyrirmæli ríkissaksóknara nr. 3/1999 eru fyrirmæli stjórnvalds og fullnægja ekki lagaáskilnaði stjórnarskrárinnar. Með hliðsjón af eðli sérstakra rannsóknaraðferða hefði verið betur til fallið að mæla fyrir um þær í reglugerð settri af dómsmálaráðherra. Sterklega má leiða að því líkum að mjög reyni á skilyrði lögmætisreglunnar í málum sem upp koma er varða sérstakar rannsóknaraðferðir.

Athugasemdir: 
  • Ritgerðin er lokuð
Samþykkt: 
  • 23.9.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3662


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
kristin_Einarsdottir_fixed.pdf1.13 MBLokaðurMeginmálPDF