is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36621

Titill: 
  • Hönnun og náttúra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um áhrif náttúrunnar á hönnun og hvort mikilvægt sé að hafa hana með í sköpunarferlinu. Náttúran er stórmerkilegt fyrirbrigði, í henni má finna allskonar mynstur, liti og form sem ómeðvitað og meðvitað hafa áhrif á fólk. Þessi fyrirbrigði verða ósjálfrátt hluti af uppeldi og eðli mannsins og búa í undirmeðvitundinni. Áhrif náttúrunnar á manninn hafa fylgt mannkyninu frá örófi alda. Hellamyndir frumbyggja og fleiri þættir náttúrunnar eru það sem hefur mótað það hvernig maðurinn hugsar um sköpun og hönnun.
    Þróun myndverka, forma og leturs er stuttlega rakin. Greint er frá þeirri byltingu sem tilkoma prentvélar Gutenbergs olli og þróuninni allt til tölvutækninnar og þess stafræna heims sem hönnuðir nútímans starfa í. Komið er inn á sköpunarþörf mannsins og að hún sé meðfædd og að hún búi í okkur öllum. Fjallað er um mikilvægi þess að líffræðingar komi að hönnun með svokallaðri lífhermun eða biomimicry til þess að hönnun verði skilvirkari. Minnst er á æskilega hönnunarþætti grafískrar hönnunar og fjallað um fjóra þeirra sérstaklega þ.e. gullinsnið, spiral, samhverfu og mynstur. Þá er fjallað um grunnform grafískrar hönnunar, hring, þríhyrning og ferning og tengingu þeirra við náttúruna. Hvoru tveggja, hönnunarþættina fjóra og grunnformin má rekja beint til náttúrunnar og við hönnun er gjarnan tekið mið af þeim sem fyrirmyndum.

Samþykkt: 
  • 25.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36621


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-Lokaskil thora.pdf13.86 MBLokaðurHeildartextiPDF