is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36622

Titill: 
  • Siðferðileg ábyrgð grafískra hönnuða á tímum hamfarahlýnunar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hamfarahlýnun er eitt stærsta áhyggjuefni manna í dag þar sem þeim er orðið ljóst hversu alvarlegt ástandið er og hversu stórri áskorun þeir standa frammi fyrir. Fólk er farið að leita lausna, líta í eiginn barm, og er aukinn vilji fyrir hendi til að gera meira og betur. Fólk er nú meðvitaðra og fróðara um orsakir loftslagsbreytinga sem gerir því kleyft að sjá hvar gallarnir liggja og hverju þurfi að breyta. Einn orsakavaldur loftslagsbreytinga er hin hömlulausa neysla nútímasamfélagsins. Þar spila grafískir hönnuðir stórt hlutverk sem tól hins kapítalíska efnahagskerfis sem í sífellu ýtir undir þá óhóflegu neyslu sem sífelldur og ósjálfbær vöxtur þess krefst. Í ritgerðinni verður farið yfir stöðu loftslagsbreytinga, orsakir þeirra og afleiðingar. Hvernig grafískir hönnuðir virka sem áhrifavaldar hamfarahlýnunar og hvar siðferðileg lína þeirra liggur að því leyti, með sinni endalausu eggjun til aukinnar neyslu. Sýnt verður fram á það vald sem grafískir hönnuðir hafa til að koma á samfélagslegum breytingum, bæði slæmum og góðum og hvernig það vald er nýtt á tímum hamfarahlýnunar og hvernig væri mögulega hægt að nýta það betur.

Samþykkt: 
  • 25.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36622


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAritgerð_Siðferðileg ábyrgð grafískra hönnuða á tímum hamfarahlýnunar_Þórey.pdf546.46 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna