en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Iceland University of the Arts > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/36625

Title: 
  • Title is in Icelandic Munaður þagnarinnar : hljóðmynd í umhverfi mannsins
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Hljóð er allstaðar í kringum okkur en með árunum hefur styrkleiki þess í umhverfi okkar hækkað verulega með ýmsum afleiðingum. Breyttir lifnaðarhættir hafa gert það að verkum að erfiðara er að eiga við hávaða. Í borgarumhverfinu búum við í nálægð við mun fleira fólk en forfeður okkar gerðu og öllu þessu fólki fylgir aukinn hávaði. Því fylgir hinsvegar líka möguleiki á fjölbreyttri og áhugaverðri hljóðmynd sem ekki má vanmeta. Það þarf að gefa þessari hljóðmynd pláss og sjá til þess að hún eigi möguleikann á að myndast og dafna í borgarumhverfi. Því miður fer megnið af okkar plássi í hluti sem ekki ýta undir þessa mynd, heldur gefa hávaðanum pláss og fyllir inn í hljóðheim okkar með hljóðum sem okkur þykja síður æskileg. En hvað er hljóð? hvað er hávaði? og hver er þessi hljóðmynd sem við ættum að stefna að þegar hönnuð eru heimili og borgarrými. Í ritgerðinni verður fjallað um tvíhyggju hljóðs, eðlisfræði og skynjun, og tekin dæmi um helstu áhrif og hvernig þau birtast í umhverfi mannsins. Að auki verður fjallað um þögnina og hvernig hún birtist okkur á þessari öld hávaðans og verðmæti hennar á þessum háværu tímum. Hvort hin fullkomna hljóðmynd sé til er ekki auðvelt að ákvarða þegar maðurinn er jafn fjölbreyttur og hann er.

Accepted: 
  • Jun 25, 2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36625


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Munaðurinn_i_þogninni_LOKASKJAL2019_Ulfur_Bragi_Einarsson.pdf387,83 kBOpenComplete TextPDFView/Open