is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36628

Titill: 
  • Vistvæni í íslenskum byggingariðnaði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lifnaðarhættir mannsins síðan á tímum iðnbyltingarinnar hafa valdið gífurlegum breytingum á loftslagi, náttúru og lífríki jarðarinnar. Ljóst er að til þess að mannkynið geti þrifist hér á jörð þurfi stórtækar breytingar að eiga sér stað. Sá skaði sem þegar hefur átt sér stað er ekki síst tilkominn vegna byggingariðnaðarins. Vistvænni vinnubrögð innan hans myndu því hafa mikil áhrif. Ritgerðin varpar ljósi á mikilvægi vistvæni í byggingariðnaði og skoðar hvort Ísland standi sig jafnvel í þeim efnum og það hefur burði til. Saga vistvæni í íslenskum byggingariðnaði er rakin en síðustu ár hefur hröð þróun átt sér stað hér á landi. Þá er staða Íslands skoðuð meðal nágrannaþjóða. Farið er yfir helstu byggingarefni sem hafa verið framleidd á Íslandi og sjónum beint að innflutningi og förgun byggingarefna. Heimilda er aflað úr bókum, opinberum skýrslum, af heimasíðum fyrirtækja og úr viðtölum. Viðtölin eru tekin af höfundi sem ræðir við tvo aðila sem vinna hjá sitthvoru verktakafyrirtækinu. Annar viðmælenda starfar sem forstjóri en hinn sem innkaupastjóri. Niðurstöður leiða í ljós að Ísland er ekki meðal þeirra landa sem leggja mestan metnað í vistvæni í byggingariðnaði og gæti staðið sig mun betur á því sviði. Umhverfismálin stjórnast gjarnan af efnahag og eru fyrirtækjum settar erfiðar efnahagslegar skorður í stað þess að þau séu hvött til þess að gera betur. Þörf er á kerfisbundnum breytingum sem greiða myndu leið í átt að vistvænni byggingariðnaði.

Samþykkt: 
  • 25.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36628


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BARITGERDIN .pdf1,61 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna