is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36631

Titill: 
  • „Röddin er persónulegasta hljóðfærið" : barnakór og söngur barna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Líffærafræðileg uppbygging raddbanda hvers manns er einstök sem og ómur hverrar raddar en í kór syngja allir sem ein heild. Í þessari ritgerð er fjallað um söng barna í kór og raddþroska þeirra. Tilgangur verkefnisins er að svara því hvort mikilvægt sé að miðla undirstöðuatriðum söngtækni til barna og þá með hvaða hætti. Einnig er gildi barnakórsins til umfjöllunar. Stuðst er við ýmsar söng kennslufræðibækur, greinar úr tónlistarkennslu tímaritum og rannsóknir sem snúa að söngkennslu fyrir börn og kórstjórn barnakóra en einnig viðtal höfundar við Þórunni Björnsdóttur, kórstjóra og fyrrum stjórnanda Skólakór Kársness. Barnaraddir liggja vel á efra sviði en skorta oft neðra svið. Frá 1. - 6. bekkjar breikkar raddsvið þeirra um einn hálftón í báðar áttir. Heilbrigður söngur byggist á góðri líkamsstöðu, djúpri öndun og virkni líkamans. Öll börn geta lært að syngja sé áhugi fyrir hendi og fái þau tækifæri til þess. Mikilvægt er að þeim sé kennt af einstaklingi sem býr yfir grunnþekkingu á söngtækni og trúir því sjálfur að öll börn geti sungið. Rannsóknir sýna að árangursríkt er að miðla söngtækni til barna í gegnum leik, munnlegt myndmál og með svokallaðri látbragðstækni handanna. Margir vilja meina að hegðun barna verði fyrir góðum áhrifum í barnakór. Mikilvægt er að kórstjóri haldi aga og fangi athygli allra. Þegar börnum líður vel er minni hætta á agavandamálum. Þórunn Björnsdóttir talar um að hvert barn þurfi að finna sína sönggleði og það er ekki fyrr en að börnin þora að syngja út að hægt er að fara að slípa raddirnar til. Í barnakór á fyrst og fremst að vera gaman. Líðan og viðmót kórstjóra litar andrúmsloftið á kóræfingum. Börnum þarf að vera skapað það umhverfi að þau þori að gera mistök og fái þannig tækifæri til þess að læra af þeim.

Samþykkt: 
  • 25.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36631


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
PDF lokaskil Vera.pdf579.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna