is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaverkefni / Final projects (MA, M.Mus., M.Mus.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36632

Titill: 
  • Samspil
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessu verkefni er fjallað um fjölbreyttar kennsluaðferðir, einkum í tónlist og tónfræðigreinum. Ýmsar aðferðir eru nýttar í kennslu og er misjafnt hvaða kennsluaðferðir henta hverjum og einum nemanda. Markmið verkefnisins var að búa til skemmtilegt námsspil sem myndi henta nemendum í tónfræði á grunnstigi. Mikilvægt er að kennari hafi tök á því að hafa fjölbreytta kennslu og geti komið á móts við þá nemendur sem geta átt við námsörðuleika að stríða. Rannsóknir hafa sýnt að með því að nýta leik í kennslu eiga börn auðveldara með að tileinka sér námsefnið. Með því að bæta við spilinu Samspili er mín von að hægt sé að bæta árangur og áhuga nemenda á námsefninu og minnka líkurnar á brottfalli nemenda úr tónlistarnámi. Við gerð spilsins var tekið mið af aðalnámskrá tónlistarskólanna í tónfræði ásamt því að skoða námsefnið sem nýtt er til kennslu. Nýting spilsins er hugsuð sem upprifjun á námsefni fyrir nemendur ásamt því að geta hjálpað kennaranum að sjá hvaða námsþætti hver nemandi á í erfiðleikum með. Við prófun spilsins kom í ljós að nemendum þótt skemmtilegt að fá tilbreytingu og spreyta sig á námsefninu í gegnum leik. Nemendur „gleymdu“ að þeir væru í raun að læra námsefnið á meðan þau voru að spila, þar með var hluti af markmiði verkefnisins náð. Einnig auðveldaði spilið kennaranum að greina hvað nemendum þætti erfitt í námsefninu sem auðveldaði viðkomandi kennara að skipuleggja kennslu út frá því.

  • Útdráttur er á ensku

    This project is about varied teaching methods, especially in music and musical theory. Many methods are used for teaching, and different methods suit each student. The goal of the project was to create an interesting educational game that would suit students in music theory at the most basic level. It is important that a teacher is able to teach using various methods to accommodate students with potential learning disabilities. Studies have shown that the use of play in teaching makes it easier for students to learn the material. By adding the game Samspil (Chamber playing) I hope to improve results and motivate students to engage with the material, and lower dropout rates from music studies. Creating the game I used the central curriculum for Icelandic music schools and the materials used in classes. The game is conceived as a way for students to recall the material, and to help the teacher to see which parts of the curriculum prove challenging for the students. Playtesting showed that students enjoyed the change and were happy to engage with the material through play. The students were not aware that they were learning while playing, and thus the goal of the project was realised. Furthermore the game helped me to identify which parts of the curriculum were difficult and helped me to plan my lessons accordingly.

Samþykkt: 
  • 25.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36632


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samspil.pdf677 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna