is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36634

Titill: 
 • Reglugerð ESB nr. 1026/2012 með hliðsjón af Makríldeilunni : samrýmist beiting viðskiptaþvingana hennar reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Með reglugerð (ESB) nr. 1026/2012 er ESB veitt heimild til að beita þriðju lönd sem leyfa ósjálfbærar veiðar á fiskistofnum sem ESB hefur sameiginlega hagsmuni af viðskiptaþvingunum. Reglugerðina innleiddi ESB meðal annars vegna svokallaðrar Makríldeilu en hún stendur enn yfir. Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á það hvenær ESB geti beitt viðskiptaþvingunum reglugerðarinnar og hvort beiting þeirra samrýmist reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). Við úrlausn á spurningunum er Makríldeila ESB og
  Íslands höfð til hliðsjónar sem raundæmi. Í upphafi ritgerðarinnar er gerð grein fyrir meginákvæðum sem gilda um stjórn makrílveiða. Þar á eftir er í stórum dráttum fjallað um þróun Makríldeilunnar og vikið að því hver staðan sé í dag. Að því loknu er gerð ítarleg grein fyrir reglugerð nr. 1026/2012 og hvenær ESB sé heimilt að beita viðskiptaþvingunum á grundvelli hennar. Meginþungi ritgerðarinnar fer svo í skoðun á því hvort viðskiptaþvinganir reglugerðarinnar samrýmist reglum WTO. Í þeim efnum er í fyrsta lagi litið til þess hvort að ráðstafanirnar stangist á við efnisákvæði hins almenna samnings um tolla og viðskipti (GATT),
  í öðru lagi hvort mögulegt brot megi tímabundið réttlæta undir b- eða g-lið XX. gr. GATT og í þriðja lagi hvort kröfur inngangsorða XX. gr., gjarnan nefnd chapeau, yrðu taldar uppfylltar.
  Helstu niðurstöður ritgerðarinnar benda til þess að ESB hafi víðtækt ákvörðunarvald um hvenær það geti beitt viðskiptaþvingunum reglugerðarinnar. Þá er komist að því að beiting ráðstafana hennar myndi að öllum líkindum stangast á við tiltekin efnisákvæði GATT en að
  þær gætu verið réttlætanlegar tímabundið undir annað hvort undanþáguákvæði b- eða g-liðar XX. gr. þess. Mestur vafi sé á því hvort beiting ráðstafananna myndi uppfylla kröfur chapeau en slíkt færi eftir atvikum hverju sinni, t.a.m. hvort að ESB hafi sinnt samstarfsskyldu sinni.

 • Útdráttur er á ensku

  Regulation (EU) No 1026/2012 lays down a framework for the European Union (EU) to adopt trade measures regarding third countries that allow non-sustainable fishing of stocks that are of common interest to the EU and those third countries. The regulation was enacted by the EU because of a particular dispute, the so-called Mackerel War, which is still ongoing. The aim of
  this thesis is to shed light on when the EU can apply the regulation’s trade measures and whether those measures are compatible with WTO rules. To resolve these questions, the Mackerel War dispute between the EU and Iceland is used as a case study. At the beginning of the thesis, the main provisions that govern mackerel fishing are explained. Subsequently, the Mackerel War is summarised. Following that, there is a detailed examination of Regulation (EU) No 1026/2012, which places special emphasis on answering when the EU is permitted to apply the regulation’s trade measures. The essence of the thesis then examines whether the trade measures of the regulation are compatible with WTO rules. First, it is considered whether the measures are in conflict with the General Agreement on Tariffs and Trade (GATT) substantive provisions; secondly, whether any possible GATT inconsistent measures could be provisionally justified under Article XX(b) or XX(g); and thirdly, whether the requirements of the introductory clause of Article XX, commonly referred to as the chapeau, could be met. The
  main conclusions of the thesis indicate that the EU enjoys broad discretionary powers in terms of when the regulation’s trade measures may be applied. It was also concluded that application of the regulation’s trade measures would in all likelihood be a breach of certain substantive provisions of the GATT, but that these could be provisionally justified under either Article
  XX(b) or XX(g). However, the greatest doubt lies in whether application of the measures would meet the chapeau requirements, which depend on the situation in each case, for instance on whether the EU has implemented its cooperation obligations.

Samþykkt: 
 • 25.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36634


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hjalti Jón Guðmundsson_lokaskjal .pdf.pdf15.98 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
hjaltijonbeidni.pdf417.3 kBOpinnBeiðni um lokunPDFSkoða/Opna