is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36637

Titill: 
  • Lífsleikni í framhaldsskólum : hvernig menntun og bakgrunnur kennara hefur áhrif á inntak og kennsluaðferðir
  • Titill er á ensku Life skills in high schools : how teacher’s education and background influence content and teaching methods
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Lífsleikni er kennslugrein með það markmið að stuðla að vitund barna og ungmenna um hvernig farsælast sé að lifa í samfélagi við aðra. Þá er athyglinni beint til dæmis að hugsunum, tilfinningum, lýðræði og mannréttindum. Kennarinn er sá sem leiðbeinir nemendum sínum í náminu, hann skapar hvetjandi námsumhverfi og góðan skólabrag. Óháð því hvaða kennslugrein kennari kennir, þá verður hann að hafa áhuga og þekkingu á viðfangsefninu. En viðfangsefni kennslugreinarinnar lífsleikni teygir anga sína víða. Markmiðið með þessu verkefni er að öðlast þekkingu á lífsleikni og lífsleiknikennslu í framhaldsskólum og skoða sérstaklega hvernig framhaldsskólar velja kennara til að kenna lífsleikni. Leitast er við að fá svör við tveimur rannsóknarspurningum sem eru eftirfarandi: Hvaða kennarar eru það sem kenna lífsleikni? og Hvernig hefur menntun eða bakgrunnur kennara áhrif á inntak lífsleikninnar? Rannsóknin byggir á eigindlegri aðferð þar sem tekin voru hálfopin viðtöl við kennara sem eru eða hafa verið að kenna lífsleikni í framhaldsskólum landsins. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að þátttakendurnir séu almennt áhugasamir um lífsleikni og séu meðvitaðir um mikilvægi greinarinnar. Þeir eru öruggir í kennslunni en sumir tala um tímaleysi og að lífsleikni hafi þurft að mæta afgangi. Út frá niðurstöðum má álykta að viðmælendum þyki kennslugreinin mikilvæg í skólastarfinu og að bakgrunnur kennaranna skipti máli. Í ljósi þess sem fram kemur í þessari rannsókn virðist mér að framhaldsskólar mættu huga betur að kennaravali fyrir lífsleikniÉg tel að þá þurfi að velja út frá menntun og bakgrunni þeirra og að það eigi að vega þyngra en lausir tímar í töflu. Þannig má styrkja kennslugreinina lífsleikni.

  • Útdráttur er á ensku

    Teaching life skills as a school subject aims at helping children and teenagers to thrive in society, focusing, among other things, on thoughts, feelings, democracy and human rights. The teacher’s job is to create a positive learning environment and no matter what the subject, a teacher must have both knowledge and inspiration. The objective of this paper is to study life skills education and life skills teaching in high schools and to examine how the schools are selecting their life skills teachers. This is done by asking two research questions: Who teaches life skills? And How does the teacher’s education and experience affect his scope on the subject? The study is based on a qualitative method where teachers who are or have been teaching life skills in high schools were interviewed. The findings indicate that the participants of the research are generally interested in life skills education and are aware of its significance and relevance. They are confident in their teaching but some find that they lack time and that life skills teaching is not considered important. Life skills is an important school subject and a teacher’s background does matter. Schools could do better in choosing their life skills teachers and should base their selection on education and experience rather than availability. This would surely improve life skills teaching.

Samþykkt: 
  • 29.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36637


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MED-Agla-Bra_Meistaraverkefni-Mai_2020-Lokaskil.pdf745.62 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing-Skemman-Agla-Brá.pdf177.89 kBLokaðurYfirlýsingPDF