is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36639

Titill: 
  • "Það þarf bara að koma þessu í gang" : skýrsla um þátttöku og gagnaöflun í starfendarannsókn
  • Titill er á ensku “We just have to get this thing started“ : report on participation and data collection in an action research
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi skýrsla fjallar um þátttöku meistaranema í rannsóknarverkefni á vegum RannUng sem nefnist Mat á námi og vellíðan barna. Markmið rannsóknarinnar Mat á námi og vellíðan barna var að þátttökuskólarnir myndu þróa leiðir til þess að meta nám og vellíðan barna og var áhersla lögð á að fylgjast með og skrá breytingaferlið sem átti sér stað. Þátttökuskólar verkefnisins eru í heildina fimm talsins, en hér verður aðeins greint frá framkvæmd rannsóknarinnar í einum þeirra. Greint var frá breytingarferlinu sem átti sér stað í þátttökuskólanum og niðurstöðum rannsóknarinnar í grein sem ber nafnið „Gagnlegast að sjá þessa hluti sem maður sér ekki venjulega“ Starfendarannsókn um mat á námi og vellíðan leikskólabarna af erlendum uppruna og hefur verið birt í sérriti Netlu – Veftímariti um uppeldi og menntun.
    Í þessari skýrslu er framkvæmdarferli starfendarannsóknarinnar skoðað og kannað hvaða lærdóm má draga af framkvæmd hennar. Einnig er fjallað um þann persónulega lærdóm sem meistaranemi dregur af þátttöku sinni í starfendarannsókn, hvaða gildi slík þátttaka hefur fyrir hann sjálfan og gildi starfendarannsókna fyrir leikskólastarf. Gögnin sem skýrslan er byggð á eru að mestu fengin úr rannsóknardagbók meistaranema. Helstu niðurstöður skýrslunnar varðandi framkvæmdarferlið eru að þeir þættir sem höfðu hvað mest áhrif á framvindu verkefnisins voru óstöðugleiki í starfsmannahópnum, stíft dagskipulag innan leikskólans og skortur á eignarhaldi þátttakenda í verkefninu. Þátttakendur hefðu einnig þurft meiri stuðning og eftirfylgni í gegnum allt ferlið. Helstu niðurstöður er varða persónulegan lærdóm meistaranema voru að þátttakan í starfendarannsókninni var ekki línulegt ferli heldur var mikið um hæðir og lægðir. Reynsluleysi og óöryggi höfðu mikil áhrif á líðan rannsakanda og einnig þær áskoranir sem komu upp í ferlinu. Háskólateymið var mjög mikilvægur stuðningur og einn lærdómsríkasti þátturinn í ferlinu. Að lokum má nefna að innihald rannsóknardagbókar voru mikilvægari gögn en rannsakandi gerði sér grein fyrir í upphafi rannsóknar.
    Efnisorð: Leikskóli, starfendarannsókn, námssögur, námsmat, fjölmenning

  • Útdráttur er á ensku

    This report describes a master´s student´s participation in a collaborative action research project called Assessing children´s learning and wellbeing, carried out in one preschool in a neighboring municipality of Reykjavík, as part of more extensive collaborative research conducted in five preschools. The aim of this study was to support participating preschool teachers and assistant teachers, in developing a method to assess children’s learning and wellbeing. Emphasis was placed on documenting and supporting the process of change taking place throughout the action research. The research findings were published in an article called „Most useful to see these things that you don’t usually see“: Assessing learning and wellbeing of children with multicultural background in Netla – Online Journal on Pedagogy and Education.
    This report examines the implementation process of the action research and examines what lessons can be learned from the implementation process. It also discusses the personal learning of the master´s student from participating in the action research, the value of such participation for himself and the value of action research for preschool in general.
    The main findings of the report are that the factors that had the most impact on the project´s progress were staff instability, the lack of flexibility within the preschools time frame and the participants lack of ownership in the project. Participants would have needed more support througout the process. The main findings regarding the master´s student personal gain from participating in the action research was found in the action research not being a linear process but rater a series of highs and lows. Inexperience and insecurity had an impact on th researchers well-being as well as the challenges encountered in the process.
    The university team gave a very important support and one of the most instructive aspects of the process. Finally, it is worth noting that the contents of the research journal proved to be more important data than the researcher realized at the beginning of the study.
    Key words: Preschool, action research, multiculture, learning stories, assessment, learning, wellbeing

Samþykkt: 
  • 29.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36639


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð_Skýrsla um þátttöku í starfendarannsókn_Agnes Gústafsdóttir_Lokahandrit.pdf800.56 kBLokaður til...02.06.2120HeildartextiPDF
skemman_yfirlysing_lokaverkefni_02.06.20.pdf30.58 kBLokaðurYfirlýsingPDF