is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36640

Titill: 
  • Samþætting námsgreina með leik barna að leiðarljósi : Fjársjóðsleitin, kennsluverkefni fyrir yngsta stig grunnskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Skólastarf þarf að höfða til allra nemenda, efla þá og undirbúa fyrir þann veruleika sem mætir þeim að skólagöngu lokinni. Í öllu námi er mikilvægt að tekið sé tillit til áhuga nemenda og ábyrgðar þeirra á eigin námi þegar skólastarfið er skipulagt. Með fjölbreyttum áherslum og aðferðum í skólum geta kennarar komið til móts við ólíkar þarfir nemenda, auk þess getur námið orðið skemmtilegra fyrir bæði nemendur og ekki síður kennara. Skólastarf samanstendur af starfsfólki, nemendum og foreldrum sem mynda skólasamfélagið í hverjum skóla. Til þess að samstarf þessara aðila gangi vel þarf að vinna vel saman að mótun þess og koma sér saman um áherslur og meginviðmið.
    Sjálfsprottinn leikur er vegur til náms og þroska barna. Hann gegnir mikilvægu hlutverki í vitrænni þróun barnsins og virkri þátttöku þess. Leikir geta komið sér vel sem kennsluaðferð til þess að þjálfa nemendur á hinum ýmsu sviðum. Í samfélaginu eru verkefni oftast ekki sundurgreind heldur samspil margra þátta. Mikilvægt er að hafa þetta í huga við skipulagningu skólastarfs. Til þess að gera námið innihaldsríkt fyrir nemendur má leggja áherslu á samþættingu námsgreina.
    Í þessu verkefni er Fjársjóðleitin kynnt, en hún er kennsluefni fyrir börn á yngsta stigi grunnskóla. Með kennsluefninu er hægt að samþætta námsgreinar úr öllum áttum með leik barna að leiðarljósi. Kennari getur byggt upp efnið á sinn hátt þannig að hann komi til móts við ólíkar þarfir síns nemendahóps. Verkefnið er sett upp sem sjóræningjakort þar sem komið er fyrir ólíkum verkefnum inn í svokallaðan lás sem fylgir námsefninu. Lögð er áhersla á leik barna og að samþætta þær námsgreinar og kennsluáætlanir sem fylgja hverjum bekk.

Samþykkt: 
  • 29.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36640


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð og kennsluefni. Gréta og Aldís.pdf1.67 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.jpg740.72 kBLokaðurYfirlýsingJPG