Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36642
Í þessu lokaverkefni sem samanstendur af greinargerð, námsbók og kennsluverkefni er einblínt á átök Ísraels og Palestínu. Hugmyndin er sprottin frá kennsluverkefni sem undirritaður bjó til ásamt öðrum um sama efni í áfanga um átakasvæði í heiminum haustið 2018. Höfundur leitaði í bækur fræðimanna um málefni Ísraels og Palestínu ásamt því að afla sér upplýsinga og myndefnis fyrir námsbókina á veraldarvefnum. Námsbókin og kennsluverkefnið er gert fyrir unglingastig grunnskóla í samfélagsgreinum og ætlað að veita nemendum sýn á átök þessara tveggja þjóða ásamt því að veita þeim tækifæri að mynda sér skoðun á málinu. Það er einlæg ósk undirritaðs að efnið muni nýtast í kennslu á unglingastigi grunnskóla til að efla þekkingu og skilning á átökum Ísraels og Palestínu ásamt því að styrkja gagnrýna hugsun og skoðanamyndun nemenda.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
namsbok_israelpalestina.pdf | 16.5 MB | Opinn | Námsbók og kennsluverkefni | Skoða/Opna | |
israelpalestina_greinargerd.pdf | 381.28 kB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing.pdf | 1.54 MB | Lokaður | Yfirlýsing |