is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36643

Titill: 
  • Að læra að líða vel í eigin frítíma : tómstundamenntunarnámskeið fyrir ungmenni í framhaldsskóla á aldrinum 16 til 18 ára
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta er tvískipt, annars vegar fræðileg greinargerð og hins vegar námskeið. Greinargerðin er fræðilegur bakgrunnur námskeiðsins Að læra að líða vel í eigin frítíma sem byggir á hugmyndafræði um tómstundamenntun. Í þessu verkefni verður leitast við að svara því hvernig skipulögð tómstundamenntun geti stuðlað að huglægri velferð ungmenna í framhaldsskóla á aldrinum 16 til 18 ára. Greinargerðin er kaflaskipt eftir viðfangsefnum og í hverjum kafla er leitast við að skilgreina hugtök og kenningar sem eru sett í samhengi við viðfangsefnið. Má þar nefna lífsleiknikennslu, ungmenni, nám, tómstundir, frítíma, frítímatengd vandamál, huglæga velferð og tómstundamenntun. Tómstundamenntun er góð forvörn fyrir ungmenni þegar kemur að frítímatengdum vandamálum, tómstundaleiða eða annarri frávikshegðun, þar sem hennar meginmarkmið er að einstaklingar læri að nota frítíma sinn á jákvæðan, markvissan og uppbyggjandi hátt. Markmiðið með námskeiðinu er að samþætta tómstundamenntun inn í lífsleiknikennslu framhaldsskóla. Námskeiðið er byggt þannig upp að tómstunda- og félagsmálafræðingar, leiðbeinendur, kennarar, lóðsar eða aðrir sem sjá um lífsleiknikennslu innan skólans geti nýtt sér efni og inntak námskeiðsins. Námskeiðið samanstendur af alls kyns fræðslu, umræðum og æfingum sem snúa að eflingu huglægar velferðar í gegnum tómstundir. Stuðst er við tómstundahæfnilíkan Stumbo og Peterson í uppbyggingu á námskeiðinu. Námskeiðið snýst fyrst og fremst um að efla færni nemenda í að nota frítíma sinn í samræmi við hugmyndafræði tómstundamenntunar og með huglæga velferð að leiðarljósi.

Samþykkt: 
  • 29.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36643


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Að læra að líða vel í eigin frítíma.pdf273.14 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Að læra að líða vel í eigin frítíma - Námskeið.pdf16.91 MBLokaður til...10.05.2050NámskeiðPDF
yfirlýsing_ARH.pdf310.88 kBLokaðurYfirlýsingPDF