is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36646

Titill: 
  • Dansflæði : stuðningur við hamingju og vellíðan í gegnum hreyfingu, núvitund og tómstundaráðgjöf
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Dansflæði er námskeið fyrir fólk á aldrinum 18-65 ára. Verkefnið er tvíþætt og er bæði greinargerð og afurð í formi námskeiðs. Markmið námskeiðsins er að styðja við hamingju og vellíðan þátttakenda. Ýmsar kenningar og hugmyndir fræðimanna innan dansmeðferðar eru nýttar í gerð námskeiðsins, auk ýmissa kenninga tómstundafræðinnar um hvernig hægt er að styðja við hamingju og vellíðan. Þeir þættir sem höfundur vill efla eru tilfinningagreind, flæði, núvitund, jákvæð samskipti og líkamsvitund. Tómstundaráðgjöf er nýtt til þess að kynna þátttakendum fyrir þeim jákvæðu áhrifum sem tómstundir hafa á lífsgæði fólks. Rannsóknir sýna að allir þessir þættir geta haft jákvæð áhrif á hamingju og vellíðan einstaklinga. Fyrri hluti greinargerðar er fræðilegur bakgrunnur námskeiðsins og seinni hluti hennar er mat og lýsing á hvernig til tókst við framkvæmd námskeiðsins. Gögn sem notuð voru til að svara rannsóknarspurningunni, getur námskeiðið Dansflæði stutt við hamingju og vellíðan þátttakenda? var hamingjumælikvarði Seligman, ígrundun leiðbeinanda og ígrundun þátttakenda auk fræðilegs bakgrunns. Út frá niðurstöðum þessara gagna má álykta að markmiði námskeiðsins hafi verið náð og að það hafi tekist að styðja við hamingju og vellíðan þátttakenda. Námskeiðið má útfæra fyrir alla aldurshópa, þar sem áhugi og þörf er fyrir stuðning við hamingju og vellíðan.

Samþykkt: 
  • 29.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36646


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Dansflæði_greinargerð_Alexandra_Pálsdóttir.pdf563.46 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Dansflæði_námskeið_Alexandra_Pálsdóttir.pdf587.56 kBOpinnNámskeiðshandritPDFSkoða/Opna
yfirlysing_AMP-breytt.pdf242.7 kBLokaðurYfirlýsingPDF

Athugsemd: Ég vil biðja um að námskeiðshandritið verði ekki opið. Þetta er námskeið sem ég kem til með að halda sjálf og vil ekki að allir hafi aðgang að handriti námskeiðsins og geti þá haldið það sem sitt eigið. En greinargerðina má birta.