is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36647

Titill: 
  • Málörvun leikskólabarna með málþroskafrávik : samstarf þroskaþjálfa og talmeinafræðinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð beinir sjónum að samstarfi þroskaþjálfa og talmeinafræðinga með áherslu á málörvun leikskólabarna. Ritgerðin felur í sér fræðilegan bakgrunn og eigindlega rannsókn sem byggir á viðtölum við tvo talmeinafræðinga og tvo þroskaþjálfa. Allir viðmælendur hafa þó nokkra starfsreynslu þegar kemur að börnum með frávik í máli eða tali. Markmið rannsóknarinnar er þríþætt: Í fyrsta lagi, að skoða hvernig samstarfi á milli þroskaþjálfa og talmeinafræðinga er háttað, í öðru lagi að skoða hvort samstarfið geti stuðlað að minni aðgreiningu í málörvun og í þriðja lagi, að skoða hvort þróa mætti samstarfið til hagsbóta fyrir börnin. Niðurstöður rannsóknarinnar gáfu vísbendingar um að samstarfið væri mikilvægt en ekki nægilegt. Í ljós kom að engir verkferlar eru til um samstarf þroskaþjálfa við talmeinafræðinga sem starfa sjálfstætt á stofum, því er óljóst hver á að hafa frumkvæði af slíku samstarfi. Þá kom fram að það er á ábyrgð foreldra að koma barni sínu frá leikskóla til talmeinafræðings og niðurstöðurnar sýndu að báðar stéttir bera hag barnanna mjög fyrir brjósti og vilja ná sem bestum árangri miðað við sitt þekkingarsvið og áherslur. Fagmennirnir vinna á sinn hátt út frá sínu sérsviði en ekki eru gerðar sameiginlegar einstaklingsáætlanir sem báðir geta unnið eftir. Allir viðmælendur í rannsókninni vilja samstarf og tala af virðingu um hina fagstéttina en það virðist vanta ákveðna verkferla í kringum samstarfið og hvernig því á að vera háttað.

Samþykkt: 
  • 29.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36647


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Málörvun leikskólabarna með málþroskafrávik.pdf562.15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing-skemma.pdf330.11 kBLokaðurYfirlýsingPDF