is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36648

Titill: 
  • Allskonar kynlíf : greinargerð með fræðslubæklingi um inngildingu fatlaðs fólks og hinsegin fólks í kynfræðslu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Það er mikil gróska í íslensku samfélagi þegar kemur að bættum viðhorfum og hugmyndum. Fræðsla og þá sérstaklega kynfræðsla hefur ekki fylgt þessum breytta tíma. Það er allt of oft sem fatlað fólk og hinsegin fólk getur ekki speglað sig í kynfræðslu. Lokaverkefnið er tvískipt, annars vegar fræðslubæklingur og hins vegar greinagerð og er þeim ætlað að gera skilning á og mæta þörfinni fyrir fjölbreyttari kynfræðslu. Lögð er áhersla á fræðslubæklinginn sem mun virka sem tól fyrir öll þau sem vilja víkka skilning sinn á kynlífi. Bæklingurinn gerir ráð fyrir inngildingu (e. inclusion) hópa sem eru jaðarsettir af samfélaginu og skiptist í fræðslu, reynslusögur og hugtakaskýringar. Myndirnar sem prýða bæklinginn eru með það markmið að auka sýnileika jaðarsettra unglinga þannig að sem flest tengi við fræðsluefnið. Lýsandi fræðileg greinargerð mun fylgja sem fer yfir nokkur lykilhugtök jafnréttisfræða, umgjörð kynfræðslu á Íslandi og hvernig inngildandi kynfræðsla virkar. Verkefnið byggir einnig á hugmyndafræðinni um samtvinnun mismunabreyta (e. intersectionality). Margbreytileiki unglinga í dag sýnir okkur þörfina á kynfræðslu sem fer ekki aðeins yfir sís-gagnkynja sambönd, einsleita líkama, smokka og kynsjúkdóma. Unglingar í dag þurfa kynfræðslu sem normalíserar allar mismunabreytur og gerir þá ráð fyrir þeim sjálfum og vinum þeirra. Vonandi getur bæklingurinn veitt fólki, þá helst kennurum og leiðbeinendum í skóla- og tómstundaumhverfi, þá fræðslu sem þau þurfa til að vera örugg í að tala um allskonar kynlíf.

Athugasemdir: 
  • Höfundur staðsetti sig gagnvart efninu í gegn um skrifin með sjónarmiðsfemínisma (e. standpoint feminism) að leiðarljósi. Höfundur getur ekki sett sig fullkomlega í spor þeirra jaðarsettu hópa sem hafa minni forréttindi en hann sjálfur. Þar sem engin nema þau sem upplifa jaðarsetninguna geta lýst áhrifum hennar. Þessi atriði hafa áhrif á bæði framkvæmd greinargerðarinnar og fræðslubæklingsins. Til að geta sett fram það fræðsluefni sem býr í bæklingnum var sóttur innblástur og ráðgjöf til fyrirmynda úr baráttu fatlaðs og hinsegin fólks. Þannig gat höfundur kynnt sér sem flestar hugmyndir sem tengjast inngildandi kynfræðslu.
Samþykkt: 
  • 29.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36648


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Andrea-BA_2020.pdf1.25 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Allskonar_kynlíf_bæklingur.pdf3.58 MBOpinnBæklingurPDFSkoða/Opna
Yfirlysing-AndreaÓS.pdf268.86 kBLokaðurYfirlýsingPDF