is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36649

Titill: 
 • Stærðfræðikennsla í grunnskólum : umhverfi sem hvetur til náms
 • Titill er á ensku Teaching mathematics in compulsory schools : supportive classroom culture
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar ritgerðar er að rannsaka hvað hefur verið skrifað um stærðfræðinám og -kennslu barna á grunnskólaaldri. Sjónum var einkum beint að því sem rannsakað hefur verið um hvernig nemendur læra stærðfræði, mismunandi kennsluhætti og ólíkar aðferðir við námsmat. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvernig grunnskólakennarar geta skapað nemendum öflugt umhverfi til stærðfræðináms, hvaða hæfni kennarinn þarf að hafa til að skapa þetta umhverfi og hvaða áhrif námskrár og námsefni hafa á nám og kennslu.
  Rannsóknin var gerð veturinn 2019-2020 og var rýnt í fræðileg skrif og opinber gögn um stærðfræðinám og -kennslu. Höfundur kynnti sér kenningar um stærðfræðinám og -kennslu barna á grunnskólaaldri og þá þætti sem áhrif hafa á námsumhverfi í stærðfræði: hæfni kennara, kennsluaðferðir, kennsluhætti, námsgögn, námsmat og námskrá. Leitast var við að kanna hvort og hvernig þessir þættir spiluðu saman og hvernig stuðla mætti að því að nemendur nái hæfniviðmiðum aðalnámskrár grunnskóla við lok hvers námsstigs. Á grundvelli niðurstaðna rannsóknarinnar voru settar fram hugmyndir um hvernig þróa mætti viðeigandi námsumhverfi og hvernig kennarar gætu þróað kennsluhætti sína í stærðfræði.
  Niðurstöður benda til að fjölmargir þættir hafi áhrif á stærðfræðinám nemenda og eru kennari og framkvæmd kennslunnar í lykilhlutverki. Mikilvægt er að kennari búi yfir þekkingu á viðfangsefnum stærðfræðinnar til að geta skipulagt kennslu og námsumhverfi sem styður nemendur til stærðfræðináms, hafi ríka samskiptahæfni bæði gangvart nemendum og sam¬starfsfólki og hæfni til að túlka námskrá og hæfniviðmið til að undirbúa kennslu þannig hún sé við hæfi allra nemenda. Einnig sýna niðurstöður að þekking kennara á kennslufræðum og hvernig hann getur nálgast nemendur á einstaklingsbundinn hátt hafi mikið að segja við undirbúning stærðfræðikennslu.
  Kennari þarf að vera vakandi fyrir því sem fram fer í skólastofunni, fylgjast með vinnuferli nemenda, gefa þeim tækifæri til að nota viðeigandi hjálpargögn við vinnu sína og hvetja þá til að rannsaka ólíkar leiðir við lausn á verkefnum. Það er á ábyrgð kennara að skapa menningu innan kennslustofunnar þar sem nemendur vinna saman að lausnum verkefna, taka þátt í umræðum, eru hvattir til að nota tungumál stærðfræðinnar og nýta eigin skilning á viðfangsefni til að leysa verkefni.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this thesis is to study what has been written about education in mathematics and teaching of children of compulsory school age. The focus was mainly on what research say about how students learn mathematics and different teaching- and assessment methods. The purpose of the study was to explore how school teachers can create a powerful environment for mathematical education, the skills a teacher needs to create this environment, and the impact of curriculum and educational materials.
  In the study, which was conducted during the winter of 2019-2020, academic writing and official data on mathematics education and teaching was reviewed. The author introduced theories of mathematical learning and teaching of children in compulsory school age, factors that influence the learning environment in mathematics: teacher competence, teaching methods, study materials, assessment and curriculum. An attempt was made to examine whether and how these factors interact together and how students can contribute to achieving the learning outcomes of the compulsory school curriculum at the end of each level of compulsory school. Based on the results, ideas were presented on how to develop an appropriate learning environment and how teachers can develop their teaching methods in mathematics.
  The results indicate that many factors influence students mathematical learning where the teacher and the teaching practice are in a key role. Teachers need knowledge of mathematical subjects in order to be able to organize teaching and learning environments that support students in mathematics, have strong communication skills for both students and colleagues, and the ability to interpret curriculum and learning skills to prepare for teaching appropriate for all students. The results also show that teachers knowledge of pedagogy and how teachers can approach students individually has a lot to say in the preparation of mathematical teaching.
  According to the literature examined in this study, teachers need to be vigilant about what goes on in the classroom, monitor how students work, give them the opportunity to use appropriate resources for their work, and encourage them to explore different ways to solutions. The teacher is responsible for creating a classroom culture where students work together on solutions, participate in discussions, are encouraged to use the language of mathematics, and use their own understanding of mathematics to solve tasks.

Samþykkt: 
 • 29.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36649


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Andrea Helga Sigurðardóttir, M.ed.pdf762.42 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Andrea Helga Sigurðardóttir Yfirlýsing.jpg27.97 kBLokaðurYfirlýsingJPG