is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36651

Titill: 
  • Áhrif núvitundar í uppeldi á félags- og tilfinningafærni foreldra og barna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Mikilvægi andlegrar heilsu og félagslegrar og tilfinningalegrar vellíðunar hefur sjaldan verið eins áberandi og nú. Sífellt fleiri rannsóknir varpa ljósi á hversu þýðingarmikil andleg vellíðan er fyrir börn sem alast upp í nútímasamfélagi og hvernig núvitund getur stutt við hana. Ritgerðin er fræðileg heimildaritgerð þar sem spurt er: Hvernig getur núvitund í uppeldi hlúð að félags- og tilfinningafærni foreldra og barna? Meginmarkmið hennar er að skoða hvað felst í félags- og tilfinningafærni og hvernig hlúa megi að henni hjá foreldrum og börnum með núvitund að leiðarljósi. Markmiðið er einnig að varpa ljósi á mikilvægi tilfinningagreindar, öruggra tilfinningatengsla og samlíðunar fyrir félags- og tilfinningafærni, vellíðan og samskipti foreldra og barna. Niðurstöður sýna að núvitund er áhrifamikil nálgun í uppeldi og hlúir að félags- og tilfinningafærni foreldra og barna með ýmsum hætti. Hún styrkir meðal annars tengsl og tilfinningavitund, eykur trú foreldra á eigin getu sem uppalendur, hjálpar foreldrum að velja jákvæðar uppeldisaðferðir frekar en neikvæðar og elur af sér umhyggju og samlíðan sem nauðsynlegan þátt í farsælum samskiptum foreldra og barna. Það er von mín að þessi ritsmíð muni veita foreldrum og öðrum sem koma að uppeldi barna innblástur og hvatningu til að hlúa að þessum mikilvægu þáttum.

Samþykkt: 
  • 29.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36651


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_Lokaritgerd_AnnaLilja.pdf600.51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman_yfirlysing_lokaverkefni_2020.pdf128.48 kBLokaðurYfirlýsingPDF