is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36652

Titill: 
  • Hver er minn réttur? : handbók á auðlesnu máli fyrir fólk með þroskahömlun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi greinargerð ásamt handbók er lokaverkefni til BA-prófs í þroskaþjálfafræði frá deild menntunar og margbreytileika við Háskóla Íslands. Greinargerðin fylgir með handbók sem heitir „Hver er minn réttur“. Oft er fatlað fólk ekki upplýst um rétt sinn og þá þjónustu sem stendur því til boða. Handbókin er sérstaklega ætluð fólki með þroskahömlun en getur þar að auki nýst fagfólki og aðstandendum. Handbókinni er ætlað að auðvelda fólki upplýsingaleit um réttindi og þjónustu. Handbókin getur á þann hátt verið verkfæri fyrir fólk til þess að vera betur í stakk búið til að þekkja rétt sinn og gæta réttinda sinna.
    Í greinargerðinni er fjallað um fræðilegar kenningar um fötlun, þjónustu, aðgengi og upplýsingar. Auk þess er fjallað um hugmyndafræðina um sjálfstætt líf, sjálfræði, sjálfsákvörðunarrétt og viðeigandi lög um rétt fatlaðs fólks og þau lög sem þjónusta við fatlað fólk styðst við. Einnig er rætt um þá þjónustu sem fatlað fólk á rétt á svo sem réttindagæslu fyrir fatlað fólk, persónulegan talsmann, notendastýrða persónulega aðstoð, liðveislu, akstursþjónustu, búsetu, menntun, félagsþjónustu og sjúkratryggingar.

Samþykkt: 
  • 29.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36652


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greinargerð með handbók - Hver er minn réttur.pdf474.67 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Hver er minn réttur - Handbók á auðlesnu máli fyrir fólk með þroskahömlun.pdf282.4 kBOpinnHandbókPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing .pdf64.94 kBLokaðurYfirlýsingPDF