is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36654

Titill: 
  • Minningavinna og einstaklingsmiðuð þjónusta : hvernig þroskaþjálfar nýtast í starfi með fólki með heilabilun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Heilabilunarsjúkdómar eru flóknir. Þó að fólk með heilabilun missi tök á sumum sviðum í sínu lífi, er mikilvægt að það fái að halda sjálfstæði sínu. Þó svo að einstaklingur sé með sjúkdóm sem fær hann jafnvel til þess að gleyma einföldustu hlutum er ekki þar með sagt að aðrir fái að taka ákvarðanir um hans líf. Með því að nota einstaklingsmiðaða þjónustu sem byggir á því að hver og einn einstaklingur hafi val, geta bæði fagaðilar og nánustu aðstandendur stuðlað að meiri vellíðan hjá sjúklingnum. Það er skelfileg upplifun að gleyma því sem áður var og ekki er skárri sú tilhugsun að verða öðrum háður og að framtíðin verði jafnvel svolítið tilgangslaus. Minningavinna er til þess ætluð að einstaklingurinn geti sótt í ákveðna vellíðan með því að rifja upp góðar stundir og að hann átti sig á því að hann skiptir máli. Niðurstöður þessarar heimildaritgerðar benda til þess að með því að sameina minningavinnu og einstaklingsmiðaða þjónustu megi það verða til þess að bæta líðan fólks með heilabilun og með því vinna skipulegra að minningavinnu. Ekki er langt síðan þroskaþjálfar hófu að starfa með öldruðu fólki og því mikilvægt að kanna ýmsar leiðir hvernig þeir geta komið að góðum notum í nýlegu starfsumhverfi.

Samþykkt: 
  • 29.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36654


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16(1).pdf180.43 kBLokaðurYfirlýsingPDF
BA verkefni þroskaþjálfafræði Anna H. Kvaran pdf.pdf1.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna