is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36656

Titill: 
  • Kulnun foreldra fatlaðra barna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um kulnun foreldra fatlaðra barna. Markmið höfunda var að fræðast um streitu og kulnun og þá sérstaklega kulnun í foreldrahlutverkinu. Einnig þótti höfundum mikilvægt að skoða hvaða þættir það eru sem leitt geta til kulnunar. Fjallað verður um hver munurinn er á kulnun í starfi og kulnun í foreldrahlutverkinu. Höfundar skoðuðu rannsóknir og fræðigreinar um kulnun og streitu hjá foreldrum en sú nálgun er frekar nýleg þar sem kulnun hefur gjarnan verið tengd við starf. Höfundar kynntu sér helstu einkenni sem geta birst hjá foreldrum fatlaðra barna sem þjást af steitu og kulnun. Einkennin geta verið líkamleg, andleg og félagsleg. Þau eru á borð við þreytu, kvíða, pirring, andleysi og tilfinningalegt ójafnvægi. Helstu niðurstöður þeirra rannsókna sem höfundar kynntu sér leiddu í ljós að meiri líkur voru á kulnun og streitu hjá foreldrum fatlaðra barna en ófatlaðra barna. Sá þáttur sem helst þótti leiða til kulnunar hjá foreldrum fatlaðra barna var skortur á stuðning. Fram kom að stuðningur, bæði utanaðkomandi sem og stuðningur frá fjölskyldu skipti öllu máli fyrir foreldra fatlaðra barna. Höfundar lögðu áherslu á að draga raddir foreldra fram í ritgerðinni. Raddir foreldra komu úr ýmsum áttum og styðja þær við helstu niðurstöður um hve mikilvægur stuðningur er fyrir foreldra fatlaðra barna.

Samþykkt: 
  • 29.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36656


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf204.45 kBLokaðurYfirlýsingPDF
kulnun foreldra fatlaðra barna ingunn og anna.pdf704.39 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna