is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36657

Titill: 
  • Kennaramenntun á tímamótum : kennaranemar í launuðu starfsnámi
  • Titill er á ensku Teacher education in transition : student teachers doing paid internship
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Það er stór stund þegar kennaranemi stígur úr hlutverki nemanda yfir í hlutverk kennara. Í kennaranáminu er lögð áhersla á að styðja kennaranemann þegar hann tekur þetta skref.
    Markmið þessa rannsóknarverkefnisins var að varpa ljósi á reynslu kennaranema í launuðu starfsnámi. Það er hluti af 35 eininga námskeiðapakka á lokaári grunnskólakennaranáms sem inniheldur bæði bóklegar einingar og vettvangseiningar. Rannsóknin er framkvæmd á breytingatímum þegar kennaranemar hafa í fyrsta sinn tækifæri til að vera í launuðu starfsnámi. Fylgst er með þremur kennaranemum í námi og starfi á þessum tímamótum.
    Í fyrri rannsóknum hafa nýlega útskrifaðir kennarar talað um þörf á meira verklegu námi í kennarmenntunina. Reynt hefur verið að mæta þeim óskum með löngu vettvangsnámi í meistaranáminu. Rannsóknir hafa einnig sýnt mikið álag meðal nýrra kennara og mikilvægi þess að fá góðan stuðning leiðsagnarkennara í starfi í upphafi ferilins.
    Með þetta í huga var framkvæmd eigindleg rannsókn í formi viðtala og vettvangsathugana með áherslu á að kanna líðan, reynslu og upplifun kennaranemanna í launuðu starfsnámi. Skoðað er hvað þeim finnst nýtast úr kennaranáminu og hvar þeir telji sig veika. Fjallað er um hvernig stuðningur úr bóklegum þætti námskeiðisins reynist, hverjar eru áskoranirnar og hvernig kennaranemarnir hafa eflst í starfi.
    Niðurstöðurnar sýna mikið álag þegar nám og starf blandast saman fyrstu mánuðina. Kennaranemunum fannst þeir vaxa í starfi, verða sjálfsöruggari og styrkjast sem fagmenn. Einnig kom í ljós að nemar fengu góðan stuðning í grunnskólunum, sem og frá námskeiðinu sem vettvangsnámið er hluti af. Með því að tengja saman fræði og starf skapaðist góður umræðugrundvöllur til að ræða við aðra kennaranema í sömu stöðu.
    Það kom í ljós að margt gott á sér stað í þessu vettvangsnámi. Ýmislegt má bæta eins og telst eðlilegt þegar eitthvað er framkvæmt í fyrsta sinn. Fræðin sýna að fyrstu mánuðirnir eru mesti álagstíminn fyrir nýja kennara. Góður og markviss stuðningur í upphafi starfsnámsins hefur jákvæð áhrif fyrir kennaranemana í rannsókninni.

  • Útdráttur er á ensku

    It is a great moment when a student teacher moves from the role of a student to the role of a teacher. The Teacher Education Program at The University of Iceland emphasizes supporting the student teacher during this transition. The aim of this research project was to highlight the experiences of student teachers during paid internship. It is a part of a 35 ECTS course package in the final year of the Teacher Education Program and includes both academic work and field work. This study was conducted during time of transition when student teachers had for the first time opportunity for paid internship. This study follows three student teachers during their first 5 months in this paid internship.
    In previous studies, resently graduated teachers have talked about the need for more hands-on learning in their education. Attemps are being made to meet these requests by a longer internship period during the final year of the Master‘s Degree Program. Research has also shown a great deal of stress among new teachers and the importance of having good support and guidance from a mentor teacher during the early stages of the teachers' career.
    With this in mind a qualitative study was conducted in the form of interviews and on-site observation with the focus on exploring the experiences of the student teachers during their paid internship. This researchs looks at what they believe will benefit them from their T. Ed. program and where they feel ill prepared. It discusses how the academic parts of the program support them, what challenges they face and how they grow as teachers.
    The resault showed notable stress when study and work mixed in the first few months as the student teachers started teaching. The student teachers reported feeling themselves grow as teachers after the first few months. It was also found that the student teachers received good support from their workplace as well as from the course at the University. By linking academid literature, discussions critical reflection and internship, a good basis for discussion was created amongst the student teachers.
    It turns out that lot of good is happening in this paid internship. Some things can be improved as is normal when something is done for the first time. The study shows that the first months are the greatest stress period for beginning teachers and that good targeted support the first year had positive impact on the student teachers in the study.

Samþykkt: 
  • 29.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36657


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing.pdf198.32 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Anna Sigríður Snorradóttir_Lokaritgerð .pdf2.54 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna