Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36658
Í þessu verkefni er fjallað um þætti í kennslufræði sjónlista sem stuðla að auknu menningarlæsi nemenda og barnamenningu almennt. Mikilvægt er að öll börn hafi jafnt aðgengi að menningu og aðkoma menntastofnana er skoðuð í því samhengi. Sjónum er beint að Sveitarfélaginu Árborg og niðurstöður úr rannsókn Anne Bamford um list- og menningarfræðslu á Íslandi eru nýttar sem viðmið í rannsókninni, ásamt markmiðum opinberrar menningarstefnu sem snúa að samvinnu.Framkvæmdin fór að mestu fram gegnum stafræna miðlun og reynt var að greina hvort og þá í hvaða formi samstarf ríkti milli mennta- og menningarstofnana. Í fræðilega hlutanum er fjallað um kennslufræðingana Elliot W. Eisner og John Dewey og jafnframt stuðst við kenningar Pierre Bourdieu til að færa rök fyrir mikilvægi menningaraðgengis fyrir nemendur á grunnskólaaldri. Rannsóknin var smá í sniðum og fór að mestu fram í gegnum stafræna miðla en ýmsir þættir benda til að samstarf sé milli mennta- og menningarstofnana í Sveitarfélaginu Árborg en jafnframt má greina misjafnt aðgengi nemenda eftir búsetu. Menning er mikilvægur þáttur í öllum samfélagsgerðum og menningarlæsi getur skipt sköpum fyrir íbúana. Sjónlistakennarar eru í einstakri stöðu hvað varðar miðlum menningarauðs og höfundur telur því mikilvægt að allir séu meðvitaðir um þessa sérstöðu, bæði kennarar og skólastjórnendur.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Anna_Kristín_B.Ed_Lokaverkefni.pdf | 746.24 kB | Lokaður til...01.05.2030 | Heildartexti | ||
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf | 412.16 kB | Lokaður | Yfirlýsing |