is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36659

Titill: 
  • Trans fólk og íþróttir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Mikil vitundarvakning hefur orðið varðandi málefni trans fólks undanfarin ár. En þrátt fyrir það upplifir flest trans fólk sig sem óvelkomið í íþróttum. Íþróttir eru hluti af menningu og innan íþrótta hefur kynjakerfið ansi sterk tök. Rannsókn hefur sýnt að trans fólk forðast búningsklefa og óttast áreiti innan íþrótta og þorir almennt ekki að taka þátt. En þrátt fyrir það eru til dæmi um trans fólk sem hefur keppt opinberlega í íþróttum og hafa mál þeirra ratað í fjölmiðla. Þáttaka trans kvenna í kvennaflokki þykir sérstaklega umdeild og margir eru á því máli að trans konur hafi líkamlega yfirburði fram yfir aðra keppendur. Rannsóknir hafa þó sýnt fram á að trans konur búa ekki yfir forskoti fram yfir aðrar konur og margt bendir til þess að þeir sem mótmæla þáttöku trans kvenna eru almennt fordómafullir. En nú eru breyttir tímar og trans fólk sem ekki hefur fundið sig í hefðbundnum íþróttum hefur fundið sig í jaðaríþróttum sem ekki stjórnast af kynjakerfinu. Trans fólk á rétt að stunda íþróttir eins og allir aðrir.

Samþykkt: 
  • 29.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36659


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Trans fólk og íþróttir (lokaverkefni).pdf434.56 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf268.61 kBLokaðurYfirlýsingPDF