is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3666

Titill: 
 • Fjárveitingar til heilbrigðis- og menntamála árin 2000 til 2008 : samanburður á fjárveitingum til Landspítala og Háskóla Íslands
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Heilbrigðismál og menntamál eru tvær af meginstoðum hins íslenska þjóðfélags. Mörg undanfarin ár hefur miklu fé verið varið til þessarra málaflokka á fjárlögum. Íslenska heilbrigðiskerfið er flókið eins og mörg önnur heilbrigðiskerfi þróaðra ríkja og mikilvægt að þar spili saman margir þættir sem allir hafa það markmið að stuðla að bættri heilsu og þannig draga verulega úr kostnaði þjóðfélaga vegna heilbrigðismála.
  Í þessu meistaraverkefni er þróun fjárveitinga ríkisvaldsins til heilbrigðismála og menntamála skoðuð árin 2000 – 2008. Einnig er hér skoðað hvernig fjárveitingum hefur verið háttað til Landspítalans og Háskóla Íslands á tímabilinu en þar er um að ræða tvær stærstu stofnanir málaflokkanna tveggja.
  Fjárveitingar til heilbrigðismála, sem hlutfall af vergri landsframleiðslu, hafa dregist saman á tímabilinu og við skoðun á fjárveitingum til Landspítalans kemur það sama í ljós. Landspítalanum hefur undanfarin ár verið gert að hagræða í rekstri þrátt fyrir aukna starfsemi. Ljóst má vera að með sama áframhaldi mun hin aukna hagræðingarkrafa koma niður á þjónustu spítalans við sjúklinga sína.
  Greina má aukningu í fjárveitingum til menntakerfisins á undanförnum árum þannig að sú hagræðingarkrafa sem gerð hefur til heilbrigðiskerfisins virðist ekki hafa náð á sama hátt til menntakerfisins. Enda kemur það fram í áherslum ríkisstjórnaflokkanna á því tímabili sem hér hefur verið skoðað að menntamál skuli höfð í öndvegi og því má telja að fjárveitingar ríkissjóðs hafi borið keim af því.
  Það vekur athygli þegar samanburður er gerður á heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu að fjárveitingar til Landspítalans eins eru álíka miklar og til menntakerfisins í heild sinni (grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastigs) sem sýnir hversu miklum fjármunum þarf að verja til reksturs Landspítalans enda er rekstur hans afar umfangsmikill. Auk þess er vert að veita því athygli að á árunum 2005 og 2006 fóru ríflega 11% af ráðstöfunarfé Landspítalans til vísinda og kennslumála en víða erlendis eru það háskólar en ekki sjúkrahús sem bera þennan kostnað. Einnig vekur athygli að sem hlutfall af heildarútgjöldum ríkisins árin 2000 – 2007 lækkaði framlagið til Landspítala um 9% á meðan það hækkaði um 71,6% til Háskóla Íslands á sama tímabili.

Samþykkt: 
 • 23.9.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3666


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
orn_fixed.pdf1.96 MBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna