Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36660
Efni þessarar B.Ed. ritgerðar fjallar um yngstu börn leikskólans og rannsóknarspurningin er: Hvernig er hægt að koma til móts við fjölbreyttar þarfir barna frá upphafi leikskólagöngu til þriggja ára aldurs? Yfir stuttan tíma hafa orðið miklar breytingar á leikskólastarfi á Íslandi þar sem tekin eru inn yngri börn og meira er um að foreldrar nýti sér leikskóla en áður var. Eitt af margþættum hlutverkum leikskólakennara er að sjá til þess að umhverfi leikskólans sé þannig skipulagt að það styðji við þroska og vellíðan barna. Tilgangurinn með þessu verkefni er að afla frekari upplýsinga um það hvernig leikskólakennarar geta mætt þörfum yngstu barna leikskólans. Aflað var upplýsinga úr bókum, tímaritum og á netinu og rýnt var í rannsóknir um efnið bæði erlendar og íslenskar. Ritgerðin varpar ljósi á að leikskólakennarar þurfi að þekkja þarfir barna og skipuleggja umhverfi leikskólans með hliðsjón af þeim. Þeir þættir sem hafa ber í huga eru meðal annars; umhyggja fyrir börnunum, að veita þeim tækifæri til leiks og mynda tengsl við önnur börn og fullorðna, hvetja til hreyfingar bæði úti og inni og koma til móts við grunnþarfir þeirra eins og holla næringu, hreinlæti og svefn. Auk þess eru samskipti og samstarf foreldra og leikskólakennara grundvöllur fyrir vellíðan og velgengni barnsins.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
B.Ed.-Arna-og-Erla.pdf | 392.67 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlysing.pdf | 230.08 kB | Lokaður | Yfirlýsing |