is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36661

Titill: 
  • Tilfinningalæsi : greinargerð um námsefnið Tilfinningalæsið mitt
  • Titill er á ensku Emotional literacy : a report on the study material My Emotional Literacy"
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Greinargerð þessi, Tilfinningalæsi– Greinargerð um námsefnið Tilfinningalæsið mitt, er hluti af 30 eininga (ECTS) lokaverkefni til M.Ed.-gráðu í kennslu samfélagsgreina við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Verkefnið skiptist í þrennt: greinargerð, námsefni og kennsluleiðbeiningar. Um er að ræða fræðilega greinargerð um þýðingu verkefnisins, bakgrunn þess og hugmyndafræði. Hún fjallar um tilfinningalæsi, tilfinningagreind, félags- og tilfinninganám og stöðu slíkrar kennslu innan grunnskóla landsins. Einnig er farið yfir líðan grunnskólabarna hérlendis. Sjónum er beint að tilfinningalæsi og mikilvægi þess að efla tilfinningaorðaforða barna í slíku námi. Námsefnið er í formi gagnvirkrar rafbókar þar sem nemendur geta lesið sér til um hinar ólíku tilfinningar ásamt því að kljást við verkefni tengd þeim. Gerð efnisins fór þannig fram að bornir voru saman yfirgripsmiklir listar af tilfinningum og ólíkar flokkanir þeirra. Út frá þeirri samantekt var tilfinningahjól hannað yfir þær tilfinningar sem fjallað er nánar um í námsefninu og verkefni útbúin til þess að útskýra hverja og eina tilfinningu. Rafbókin var unnin í forriti sem heitir Book Creator. Námsefninu fylgja kennsluleiðbeiningar sem eru ætlaðar kennurum sem kenna námsefnið. Þar er lagt til hvernig hátta megi kennslu námsefnisins. Kennsluleiðbeiningarnar eru birtar með opnu höfundarleyfi og ættu að nýtast við kennslu um tilfinningar. Tilgangur námsefnisins er að efla tilfinningalæsi nemenda og er sérstaklega ætlað nemendum á miðstigi, þó svo að hægt sé að aðlaga það öðrum skólastigum. Helstu niðurstöður mínar eftir heimildavinnu og gerð námsefnisins eru þær að mikilvægi þess að börn fái kennslu í félags- og tilfinninganámi sem leiðir til tilfinningalæsis er ótvírætt. Mikil vöntun er á slíku námi og námsefni sem stuðlar að því innan íslenskra grunnskóla og því er þetta námsefni þörf og góð viðbót.

  • Útdráttur er á ensku

    This report, "Emotional Literacy - A Report on the Study Material My Emotional literacy", is part of a 30-unit (ECTS) final project for M. Ed. - degree in social studies teaching. That is within the faculty of subject teacher education at University of Iceland. The project is divided into three parts, an academic report, study material and teacher instructions. The academic report explains the significance of the project, its background and ideology. It discusses emotional literacy, emotional intelligence and social and emotional learning and the status of such teaching within the country’s elementary schools. The well-being of elementary school children is also examined. Further discussion of emotional literacy and the importance of strengthening children’s emotional vocabulary in such studies. The course material is then in the form of an interactive e-book where students can read about the different emotions as well as deal with tasks related to them. Lists of emotions and their different categories were compared when preparing the material. From that summary, an emotional wheel was made of the emotions that would be discussed in more detail in the study material, and assignments designed to explain each emotion. The e-book was then designed in a program called Book Creator. The study material is followed by teacher instructions intended for teachers who teach the material. It proposes how it can be taught. The tutorials are published with an open copyright and are intended for use for teaching about emotion. The purpose of the study material is to enhance the students’ emotional literacy and is especially intended for middle school students, although it can be adapted to other school levels. My main findings after documentary work and the preparation of the study material are that the importance that children receive education in social- and emotional learning that leads to emotional literacy is clear. There is a great lack of such learning and study material that contributes to that within Icelandic compulsory schools therefore this study material is needed and a good addition to such study.

Samþykkt: 
  • 29.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36661


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tilfinningalæsið mitt - kennsluleiðbeiningar.pdf324.81 kBOpinnKennsluleiðbeiningarPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf183.66 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Skjáskot af rafbókinni.pdf10.42 MBOpinnRafbókPDFSkoða/Opna
Tilfinningalæsi - Greinargerð um námsefnið Tilfinningalæsið mitt.pdf2.81 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Hér er hlekkur á námsefnið, gagnvirku rafbókin: https://read.bookcreator.com/WAfQbOTrnDOaxev6JY2xvc14XkT2/FHPhazujSvCD4X-iHBqD0g