is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36664

Titill: 
  • Valdefling Barna : áherslur Reggio Emilia í íslensku leikskólastarfi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Aðalnámskrá leikskóla (2011) setur ramma um skólastarf sem er opinn og sveigjanlegur. Leikskólar velja sér stefnur og strauma út frá áherslum í námskrá og gera sína eigin skólanámskrá. Að starfa í anda Reggio Emilia er ein af þeim leiðum sem leikskólar hér á landi hafa valið að vinna eftir. Við vildum skoða fræðin á bak við leikskólastarf í Reggio Emilia með það að markmiði að kanna hvernig það styður við áherslur í íslensku leikskólasamfélagi.
    Til að afla okkur upplýsinga rýndum við í fræðilegar greinar, bækur, rannsóknir og kenningar tengdar starfi í anda Reggio Emilia og leik og menntun ungra barna. Einnig nýttum við Aðalnámskrá leikskóla (2011), lög, reglugerðir og okkar eigin þekkingu til að gera okkur grein fyrir hvernig starf í anda Reggio Emiliagetur komið til móts við þarfir barna hér á landi. Við komumst að því að starf í anda Reggio Emilia er sveigjanlegt og valdeflandi fyrir börn. Auk þess styður það við þær hugmyndir að leikur og nám barna byggi á virðingu og samstarfi allra sem að leikskólastarfi koma. Þessir þættir gera það að verkum að við teljum leikskólastarf í anda Reggio Emilia tengjast áherslum í Aðalnámskrá leikskóla og henta því vel íslensku leikskólasamfélagi.

Samþykkt: 
  • 29.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36664


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Valdefling barna. Áherslur Reggio Emilia í íslensku leikskólastarfi.pdf512.27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Ýfirlýsing um meðferð.pdf383.51 kBLokaðurYfirlýsingPDF