Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36665
Lokaverkefni þetta var unnið með það markmið að varpa ljósi á tengsl samskipta og velferðar í sambandi foreldra og barna. Farið var yfir hugtökin velferð, samskipti, samskiptahæfni og uppeldi, þau skilgreind og tengd saman hugmyndafræðilega. Velferð barna var skoðuð út frá tengslakenningunni og uppeldisháttum Diönu Baumrind. Velferð foreldra var síðan rædd í ljósi umfjöllunar Jay Belsky og uppeldisnámskeiða. Velferð barna og foreldra var síðan tengd saman. Komu fram vísbendingar um að samskiptahæfni og uppeldi tengdust velferð barna og foreldra, ekki bara hugmyndafræðilega, heldur einnig þegar rýnt var í rannsóknir. Niðurstöður þessarar ritgerðar sýna að velferð barna er óneitanlega tengd uppeldisaðferðum foreldra og samskiptum þeirra við börnin, en vísbendingar eru um að velferð foreldra er einnig tengd uppeldisaðferðum og samskiptum við börnin. Sýnt var fram á gat í fræðunum varðandi hlið foreldra í uppeldi og samskiptum við börn og fræðasamfélaginu bent á þetta gullna tækifæri fyrir frekari rannsóknir.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA_ÁrmannEJ_2020.pdf | 448,92 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
2020_yfirlysing.pdf | 179,09 kB | Lokaður | Yfirlýsing |