is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36666

Titill: 
  • Áhrif íþróttaþjálfara á uppeldi barna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í lokaverkefni mínu fjalla ég um á hvaða hátt þjálfarar geta haft jákvæð áhrif á börn sem stunda íþróttir, hvort sem það eru samskipti eða hugarfar þeirra. Ég tók viðtal við Pálmar Ragnarsson sem segir frá sínu hlutverki sem þjálfari og þau áhrif sem hann getur haft á börnin. Þjálfarahlutverkið felst ekki einungis í því að mæta á æfinguna og blása í flautu heldur getur þjálfari gegnt mikilvægu hlutverki fyrir börnin; hann getur styrkt hugarfar eða breytt því, eflt sjálfstraust, styrkt einbeitingu þeirra og veitt andlegan stuðning. Rætt var um hvað regluleg hreyfing getur verið mikilvægur þáttur í lífi barna, bæði í félagslegri og persónulegri uppbyggingu en einnig hefur regluleg hreyfing áhrif á þroska barna. Í rannsóknarskýrslunni kannaði ég hvort og þá á hvaða hátt þróttaþjálfarar hafi áhrif á uppeldi barna. Beitt var eigindlegri aðferðafræði í formi viðtals til að fá betri innsýn og öðlast skilning á starfi þjálfara. Niðurstöður benda til þess að þjálfarar sem byggja þjálfaraáherslur sínar við leiðandi uppeldishætti geta haft jákvæð áhrif á uppeldi barna, m.a. með því að sýna áhuga, vera hvetjandi og hlusta á börnin. Með jákvæðri hvatningu frá þjálfara getur hann haft áhrif á heilbrigðan lífsstíl barna, hvort sem það tengist hreyfingu eða mataræði. Þjálfari reynir að beina börnunum á beinu brautina líkt og foreldrar gera við börnin sín. Hvort sem það er foreldri barns eða þjálfari þess geta þau bæði haft jákvæð áhrif á börnin.

Samþykkt: 
  • 29.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36666


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif íþróttaþjálfara á uppeldi barna.pdf419.61 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf169.51 kBLokaðurYfirlýsingPDF