is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36667

Titill: 
  • Birtingarmyndir gagnkynhneigðarhyggju í námskrám og námsbókum íslenskra grunnskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Innan menntastofnanna á borð við grunnskóla fer fram innræting og kennsla um þau málefni og gildi sem talin eru mikilvæg og merkingarbær framtíðar kynslóðum. Ísland hefur lengi verið talið eitt framsæknasta ríki heims hvað varðar réttindi hinsegin fólks. Í aðalnámskrá grunnskóla er fjallað um að nýta fræðigreinar á borð við hinsegin fræði í skólastarfi. Opinber stefna bæði landsins gefur til kynna að vel sé staðið að málefnum hinsegin fólks. Innleiðing og framkvæmd menntastefna er háð merkingu og túlkun þess sem hana les. Birtingarmyndir gagnkynhneigðarhyggju í námskrám og námsbókum íslenskra grunnskóla voru þemagreindar og orðræða þeirra greindar í ljósi hinsegin fræða. Sérhver skóli á Íslandi semur sína eigin skólanámskrár þar sem greint er frá markmiðum, gildum og stefnu skólans. Námsbækur skipa stóran sess í skólastarfi og kennslu í miðlun þekkingar til nemenda. Gagnkynhneigðarhyggja vísar til kerfi hugmynda þar sem gagnkynhneigð er upphafin og í senn viðmiðun allra félagslegra og menningarlegra athafna í samfélaginu. Fjallað er um hvernig viðteknar hugmyndir um kyn, kyngervi og kynhneigð birtast í námskrám og námsbækum og hvernig þær styrkja og viðhalda gagnkynhneigðarhyggju innan skóla. Snemma í æsku verða börn vör við þessar hugmyndir og er þeim kennt hvernig þau eigi að tjá kyn og kyngervi sitt á viðeigandi og réttan hátt, eftir því sem telst rétt á hverjum vettvangi. Þessar hugmyndir eru þróaðar og styrktar út skólagönguna og eru í raun forsenda þess að gagnkynhneigðarhyggja þrífst í samfélaginu. Mikilvægt er að börnum og ungmennum sé gefið rými til þess að kanna kynvitund og kynhneigð sína án þess að umhverfi þeirra hafi á þau þrengjandi áhrif. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að opinber stefna í hinsegin málefnum virðist takmarkað vera framfylgt í stefnum og skólastarfi íslenskra grunnskóla.

Samþykkt: 
  • 29.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36667


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
arnygudjonsd_ba1_endanlegutgafa2.pdf532.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing-arnygudjonsd.pdf210.32 kBLokaðurYfirlýsingPDF